Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 20

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 20
FISKISPJALL Enn um víramæla o. fl. 1 síðasta blaði ræddi ég um víra- mæli, það er mælir, sem sýnir, hversu mikið er úti af togvírunum. í þvi sambandi drap ég á það, að nauðsynlegt væri að vír- arnir stýrðust vel inná trommurnar. Þegar hinn mikli fjöldi fyrirferðarmikilla merkja, hverfur með tilkomu mælisins, og merkin verða til dæmis einungis máluð á vírana, eða gerð mjög fyrirferðarlítil með öðrum hætti, þá náttúrlega spólast jafnar á trommurnar. Nú er farið að reyna annars konar stýr- ingaraðferð en þá vélstýringaraðferð sem nú tíðkast og það er ekki ólíklegt að sú stýring- araðferð verði einmitt almennt tekin upp í sambandi við notkun mælisins. Þessi stýr- ingaraðferð er nefnd á enskunni Lebussoool- ing og kennd við fyrirtækið, sem fyrir t.il- raununum stóð ásamt The White Fish Aut- hority. í grundvallaratriðum byggist þessi stýringaraðferð á því, að tiltekið hlutfall og þar af leiðandi tiltekið horn sé milli lengdar- innar á milli blakkarinnar þar sem vírarnir koma inná skipið og spiltrommanna. Þessi lengd milli blakkar og trommu á að vera 17 sinnum breidd spiltrommunnar. Spiltromm- urnar eru síðan grópaðar þannig að fyrstu vindingamir verði alveg sléttir og séu áð- umefnd lengdarhlutföll rétt og þar af hornið milli víranna og trommanna, spólast hver um- ferð alveg slétt. Við þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hefur þetta gengið vel, jafnvel þótt vírarnir séu merktir með hefðbundnum hætti, en eins og menn vita þá fer allmikið fyrir merkjunum á spiltrommunum. Líklegt er þó, að þessi að- ferð verði eins og áður segir varla tekin upp nema í sambandi við notkun víramælisins. Til þess að ná hinu rétta horni og rétta lengdarhlutfalli gæti þurft að færa til skut- blakkirnar og jafnvel stytta spiltrommum- ar, það er færa kjálkana inná þær. Notkun þessarar vírastýringar er rétt á byrjunar- stigi, það eru einn eða tveir enskir úthafs- togarar famir að nota hana. Því er haldið fram að þessi stýringaraðferð fari betur með spilin og vírana. Svo langar mig til að geta hér bókar, sem ég hef að vísu ekki séð enn nema auglýsta- Skipstjórinn þekkti, Charles Drever, sem er tæknilegur ráðunautur Marr & Sons, hins þekkta enska togarafyrirtækis, hefur skrifað bók um þorskveiðar við Grænland- Þessi skipstjóri nýtur mikils alþjóðaálits fyr' ir þekkingu sína og skrif um raunhæfar eða praktiskar fiskveiðar og þá fyrst og fremst togveiðar. Ég hef séð eftir hann greinar og þær greinar allar eiga mikið erindi til okkar togaraskipstjóra, því að maðurinn er þaul- kunnugur efninu og vel ritfær. I þessari bók sinni um veiðar á Grænlandsmiðum styðst Drever náttúrlega mest við eigin reynslu til fjölda ára en þau mið og svo önnur mið a Norður-Atlantshafi og þá ekki sízt íslands- mið stundaði hann árum saman. En Drever ræðir í bókinni, að því er segh í frétt um hana, ekki aðeins um veiðar á mið' unum, heldur fjallar fyrsti kaflinn um veið- arfærin og þann útbúnað sem þeim fylgir, svo sem víraátaksmælinn, og reyndar er nú loka- kaflinn einnig um hann — og vörpuna sjálfa og veiðiaðferðina almennt með henni, þá um fiskileitartækin og notkun þeirra við veiðarn- ar. Drever færði ýtarlegar dagbækur meðan hann var skipstjóri og skrifaði hjá sér ýmsar athugasemdir frá reynslu sinni og byggir nu skrif sín á þessum bókum eftir að hann kom í land og af reynslu sinni almennt, sem áður segir. Bókinni fylgja mörg kort yfir fiski- slóðirnar. Hún heitir á enskunni Cqú Fish' ing at Greenland og kostar 10 sterlingspund í Bretlandi. Bókabúðir hér geta náttúrlega pantað þessa bók fyrir menn. Charles Drever og fleiri hans líkar úr skip' stjórastétt, svo sem menn eins og Wes John- son í Kanada, leiða hugann að því, hvort iS' lenzkir skipstjórnarmenn hugleiði það naegí' anlega, hve reynsla góðra skipstjóra getur verið fiskveiðiþjóðum mikilvæg, ef þeir halda henni til haga með því að bókfæra hana jafnharðan. Hér hefur það tíðkast að gamhr skipstjórar hafa tekið saman ævisögur sína1 en þær eru þá oftast rifjaðar upp eftir minn1 og snerta oft ekki skipstjórastarfið nema að einhverjum litlum hluta og tæknilega er off ekki ýkjamikið á þeim að græða. Til þesS að svo væri þarf skipstjórinn að bókfesta reynslu sína og vangaveltur tímanlega. Þetta gleymist allt í tímans rás, alltaf er eitthvaO nýtt að ske og þegar komið er í land það á að fara að rifja upp 50 ára starfssögu> 126 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.