Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 10

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 10
Fr. hörpu- diskur 357 114.9 505 177.4 Samtals 86.972 10.726.1 93.771 9.149.7 Ef hraðfryst loðna er dregin frá heildar- útflutningsmagni hraðfrystra sjávarafurða s. 1. 3 ár, kemur greinilega í ljós hinn mikli magnsamdráttur í útflutningi og framleiðslu þorskfiskafurða umrætt tímabil. Útflutningur frystra fiskflaka og blokka hefur verið sem hér segir: Smálestir: 1974 59.996 1973 63.799 1972 67.234 Á aðeins 3 árum hefur útflutt magn minnk- að um 7.238 smálestir eða 10.8%. Er þetta alvarleg þróun fyrir hraðfrystihúsin. Þess er þó að vænta, að á næstu árum muni aukinn afli vegna tilkomu hinna nýju skuttogara, er landa heima, laga þessa mynd nokkuð. Fryst fiskflök og fiskblokkir voru 75.9% af útflutningi hraðfrystra sjávarafurða árið 1974 miðað við verðmæti, en árið áður 76,7%. Útflutningur þessara afurða var 59.996 smá- lestir að verðmæti 8.4 milljarðar kr. Helstu markaðslönd voru: % hlutdeild miðað við Lestir: M. kr.: verðmæti: Bandaríkin 42.495 6232.6 76.6 Sovétríkin 14.375 1577.2 19.4 Bretland 883 101.8 1.3 Vestur- Þýzkaland 562 58.8 0.7 Hlutdeild Sovétríkjanna jókst verulega árið 1974 miðað við árið áður, en þá var það kom- ið niður í 6.6% í þessum þýðingarmesta af- urðaflokki hraðfrystra sjávarafurða í útflutn- ingi Islendinga. Hlutdeild Bandaríkjanna lækkaði úr 87.5% árið 1973 í 76.6% árið 1974. Fyrr hefur verið vikið að hinni neikvæðu verðþróun á fiskblokkum á bandaríska mark- aðinum árið 1974. Án þess að farið skuli ná- kvæmlega út í þessi mál, er rétt að vekja athygli á, að hið háa verðlag á fiskblokkum varaði ekki nema í mjög takmarkaðan tíma. í ágúst 1973 var þorskblokkin komin í um lá cent hvert pund og komst hæst í 82 cent i nóvember 1973 — febrúar ’74, en féll niður í 76 cent í mars og var komin í 60 cent í júli og 58 cent um áramótin 1974/75 og er þar enn. Minni hreyfingar hafa orðið til lækkunar a frystum fiskflökum, en hefur þó gætt í verð- lækkun á ýsuflökum. Þá varð nokkur verðlækkun á verksmiðju- framleiddum vörum úr fiskiðnaðarverksmiðj' um í Bandaríkjunum s. 1. vor. Kom það ásamt hækkandi framleiðslukostnaði niður á afkomu fiskiðnaðarverksmiðja S. H. og S. í. S. 1 Bandaríkjunum. Áætla má að heildarvelta Coldwater Seafood Corp. (S. H.) og Iceland Products Ltd. (SÍS) hafi verið um $ millj. Var um nokkra aukningu að ræða fra árinu 1973. Þrátt fyrir erfitt ár 1974, ákvað stjórn Coldwater að ráðast í byggingu frysti- geymslu í Boston, Mass. Vegna aukinna um- svifa fyrirtækisins og erfiðleika við að ut- vega hagkvæmt geymslupláss fyrir söluafurð- ir fyrirtækisins, var þetta óhjákvæmileg ráð- stöfun. Á yfirstandandi ári mun verða lögð rík áhersla á aukna markaðsöflun fyrir hrað- frystar sjávarafurðir hvar sem því verður við komið af hálfu S. H. og S. í. S. Nýverið hafa verið gerðir góðir samningar við innkaupa' fyrirtækið Prodintorg í Moskvu, er felur 1 ser sölu á verulega auknu magni til Sovétríkj' anna í ár. Uppbyggingin heldur áfram ] Bandaríkjunum í trausti þess að úr rætist i framtíðinni. Sölustarfsemin þar hefur skila^ góðum árangri á liðnum árum og mun vaent' anlega halda áfram að gera það í nánustu framtíð. Vestur-Evrópa hefur verið tiltölU' lega óhagstætt markaðssvæði fyrir hraðfryst' ar sjávarafurðir á undangegnum árum sam' anborið við Bandaríkin, Sovétríkin og Tékko- slóvakíu. Þó hafa stundum opnast möguleik' ar fyrir hagkvæmar sölur á litlu magni til Bretlands og Vestur-Þýzkalands. Mikil óvissa ríkir nú í fisksölumálum íslendinga og Norð' manna í Vestur-Evrópu. Stefna E. B. E- 1 þessum málum, upphlaup breskra fiskimanna vegna fiskinnflutnings til Bretlands °S ágreiningur þjóðanna um fiskveiðilögsögn. veiðiréttindi o. s. frv. eykur mjög á óvissuna varðandi hugsanlega markaðsöflun í Vestur' 116 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.