Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 28

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 28
Rækjnveiðar á Arnarfirái, Isafjarðardjúpi og Húnaflóa Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á því, að vegna þess, að rækjuveiðikvótar á Arnarfirði, Isafjarðardjúpi og Húnaflóa hafa ekki hækkað undanfarin ár, og ekki er fyrirsjáanleg breyting þar á, munu þeir aðilar, sem ekki stunduðu rækjuveiðar á áðurgreindum stöðum, á síðustu vertíð ekki geta treyst því, að þeir fái rækju- veiðileyfi á næstu rækjuvertíð. Af ofangreindum ástæðum eru ekki líkur á því, að rækjuveiðileyfum á þessum svæðum verði fjölgað frá því sem verið hefur. Sjávarútvegsráðuneytið 17. apríl 1975. Rækjuvinnslustöðvar Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á því, að sam- kvæmt lögum um samræmda vinnslu sjávarafla og veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum, er aðilum skylt að leita leysis sjávarútvegsráðuneytisins, hygg- ist þeir koma á fót nýjum rækjuvinnslustöðvum eða auka afkastagetu þeirra, sem fyrir eru. Sjávarútvegsráðuneytið 17. apríl 1975.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.