Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1975, Síða 8

Ægir - 15.06.1975, Síða 8
in, að ef það fréttist að skip sé að fá’ann, þá stefnir flot- inn þangað, líkt og hann ætli að taka þann fisk, sem þessi bátur var að veiða. Þetta eru vitaskuld náttúr- leg viðbrögð að leita á þau mið þar sem fréttist af fiski. Segjum að bátur komi að landi með mikinn afla, þá er vandalaust fyrir aðra að gera sér strax grein fyrir hvar hann hafi verið að veiðum þar sem þeir hafa heyrt hann til- kynna um stað sinn. Þessi bátur gæti því átt von á, að hann yrði ekki einskipa á bleyðunni sinni næsta dag. Þessi ástæða fyrir óvilja sumra skipstjórnarmanna á að tilkynna sig, réttlætir þó ekki vanræksluna. Það er mik- ilsverðara en svo að vita hvar skipin eru stödd til að hægt sé að taka þessa ástæðu gilda. En það þyrftu fleiri að til- kynna stað sinn og stefnu en sjófarendur. Það fer orðið óhemju tími og fjármunir í leit að einstökum mönnum, cem hafa farið af bæ, en eng- inn veit, ef til þarf að taka, hvaða leið þeir ætluðu að halda. Ferðalög upp um fjöll og firnindi eru orðin svo al- menn, að það gæti ekki síður verið ástæða til að brýna fyrir landfólkinu að tilkynna um ferðir sínar um óbyggðir til að auðvelda leit, ef fólkið kæmi ekki fram á eðlilegum tíma. Nú fjargviðrast fólk yfir þessu að sjómenn tilkynni sig ekki, og víst má það ekki svo til ganga, en það er í þessum efnum sem fleirum, að hver einni gái að sinn sekt. Það er þreytandi að heyra sífellt nöldur um eina og aðra van- rækslu hjá sjómönnum, störf- um hlöðnum mönnum, en svo er þetta sama fólk allt í kring- um mann að álpast í ófærur á þurru landi og oftast alger- lega að ástæðulausu — nema vitaskuld meðfæddum bjána- skap — og valda öðrum áhyggjum, taka upp tíma manna frá störfum og valda miklu f járhagslegum kostnaði- Slysavarnafélagið fær alltof litinn fjárhagslegan stuðning við það mikilsverða starf, sem það annast við tilkynninga- skylduna. Það nær engri átt, að þetta þjónustustarf við fiskiflotann sé fjárhagslegur baggi á félaginu. Vissulega er þcssi félagsskapur stofnaður til að varna slysum, eins og nafnið bendir til, en það er vafasamt að þjónusta af þessu taki sé í þess verkahring og ef það tekur slíka almenna þjónustu að sér, þá á það að fá nægilegan styrk til þess a fjárlögum. Eðlilegt gæti sýnzt að koma vörzlunni á Land- símann, en hún er bezt kom- in í höndum Slysavarnafé- lagsins; þar eru sérfróðm menn á verði, en þá þarf að ætla því fé til hennar. Framleiðsla sjávarafurða 1. jan.—31. marz 1975 og 1974 Þorskafwðir SUdarafwðir Hvalafurðir Samlals Vöruflokkar 1975 Magn Virði Magn Virði Magn Virði Magn Virði Frystar 17.6S3 3.108.945 835 51.240 406 255.015 18.924 3.415.20° 2.643.600 87.630 90.000 3.462.511 55.78» 360.424 10.215.146 Saltaðar 14.623 2.627.400 — — 58 16.200 14.681 ísaðar og nýjar 1.231 87.360 — — — — 1.231 Hertar 250 90.000 — — — — 250 Mjöl/lýsis 8.247 366.310 85.107 3.126.201 — — 93.354 Niðursoðnar 126 36.519 166 85.682 42 33.580 334 Innanlandsneyzla 4.349 360.424 — — — — 4.349 Samtals 46.509 6.647.228 86.108 3.263.123 506 304.795 133.123 1974: Frystar 15.239 1.708.244 20.091 1.074.905 345 134.240 35.675 2'9l7'cr0 1.112.560 345.109 24.030 3.551-39 94.21' 216.829 Saltaðar 13.085 1.108.400 — — 32 4.160 13.117 ísaðar og nýjar 6.680 340.053 154 5.056 — — 6.834 Hertar 150 24.000 — — — — 150 Mjöl/lýsis 7.614 305.048 81.134 3.245.360 45 990 88.793 Niðursoðnar 278 35.447 150 40.063 52 18.701 480 Innanlandsneyzla 4.288 216.829 — — — — 4.288 Samtals 47.334 3.738.021 101.529 4.365.384 474 158.091 149.337 8.261-496 182 — Æ G I R

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.