Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1975, Blaðsíða 20

Ægir - 15.06.1975, Blaðsíða 20
NÝ FISKISKIP I þessu blaði er fjallað um tvö ný fiskiskip, byggð hinan- lands, en það eru, Seifur BA 123 frá Básum h.f. og Þórsnes II SH 109 frá Slippstöðinni h.f. Ægir óskar eigendum og áhöfn- um þessara skipa til hamingju. Einnig birtist hér yfirlit yfir raðsmíði Slippstöðvarinnar á skipum af stærðinni 100—150 brl., en Þórsnes II er síðasta skipið í þeirri raðsmíði. Seifur BA 123 Skipasmíðastöðin Básar h.f., sem hefur haft aðsetur í Hafn- arfirði, afhenti 31. maí s.l. rúmlega 20 lesta eikarfiski- skip, sem er nýsmíði stöðvar- innar nr. 3. Áður hefur stöðin afhent Viðar ÞH 17 (6. tbl. ’74) og Haftind HF 123 (18. tbl. ’74). Skip þetta er af hefðbund- inni gerð með lúkar fremst, fiskilest og vélarúm aftast. Vélarreisn og stýrishús er úr áli. í lúkar eru hvílur fyrir 4 menn og eldunaraðstaða. Fiskilest er með lestarstoðir og skilrúm úr áli, svo og ál- lestargólf. í vélarúmi eru tveir brennsluolíugeymar, en ferskvatnsgeymir fremst í lest. Aðalvél er Volvo Penta, gerð TMD 100 A, 210 hö við 1800 sn/mín, tengd Twin Disc niðurfærslugír, gerð MG 509, niðurfærsla 2.95:1. Skrúfu- búnaður er frá Propulsion, 3ja blaða skrúfa með fastri stign- ingu, þvermál 990 mm. Framan á aðalvél er aflúttak, Rockford 10" (1:1) fyrir vindudælu. Rafall á aðalvél er frá Alternator h.f., 3.5 KW, 24 V. Hjálparvél er Fary- mann, gerð 27L14, 8 hö við 3000 sn/mín. Við vélina er rafall frá Transmotor, 3.6 KW, 24 V. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Stýrisvél er Scan Steering, gerð MT 180. Vindur skipsins eru vökva- knúnar (háþrýstikerfi). Tog- vnda er frá Vélaverkstæði J. Hinriksson, búin tveimur tog- tromlum (16Omm0 x 700 mm0 x 370 mm) og koppum. Tog- tromlur eru gefnar upp fyrir 650 faðma af 1/4" vír, togátak vindu á miðja tromlu (430 mm0) 1.4 t og tilsvarandi vírahraði 80 m/mín. Línu- vinda og bómuvinda eru frá Vélaverkstæði Sig. Svein- björnssonar h.f., línuvinda af gerðinni HL 200 og bómu- vinda af HB 50 gerð. Þá er skipið búið kraftblökk frá Rapp, gerð 19 R og 7 rafdrifn- um Elektra færavindum. Dæla fyrir vindur er Denison TDC 20—11 (tvöföld) drifin af aðalvél um aflúttak. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Furuno, gerð FRS 48, 48 sml. Miðunarstöð: Koden KS 510. Sj álfstýring: Sharp Skipper. Dýptarmælir: Furuno, gerð FH 600. Fisksjá: Furuno, gerð AD-Scope. Talstöð: Skanti, gerð TRP 2000, 200 W SSB. Eigendur Seifs BA eru Jón Steingrímsson, sem jafnframt er skipstjóri, og Jón Gestur Sveinbjörnsson. Rúmlestatala ......................... 22 brl. Mesta lengd ....................... 14.60 m Lengd milli lóðlína .............. 13.20 m Breidd (mótuð) ..................... 3.94 m Dýpt (mótuð) ....................... 1.70 m Lestarrými ........................... 18 m3 Brennsluolíugeymar .................. 2.0 m3 Ferskvatnsgeymir .................... 0.6 m3 194 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.