Ægir

Volume

Ægir - 15.06.1975, Page 19

Ægir - 15.06.1975, Page 19
Nýtt asdiktæki í byrjun maí s.l. var kynnt í fyrsta sinn hér á landi nýtt asdik- eða sonartæki frá fyr- irtækinu C-Tech Ltd í Kan- ada. Kynning þessi fór fram í fundarsal Fiskifélagsins, þar sem nokkrir kunnir skipstjór- ar á nótaveiðiskipum o. fl. voru saman komnir. Tæki þetta nefnist LSS-30 (PT) og hefur verið í notkun 1 2—3 ár, einkum í Kanada og Japan, og þá aðallega verið n°tað við makrílveiðar. LSS-30 (PT) er að mörgu ieyti frábrugðið venjulegum asdiktækjum, sem hér eru í n'Otkun. Botnstykkið er hring- iaga, samsett úr 36 stöfum, sem hver er úr 12 einingum, °S sendir botnstykkið sam- fímis í 360 gráður. Rafeinda- leitareining tengir viðtækið botnstykkinu þannig að allt sviðið er skoðað með 555 riða hraða (eða 555 sinnum á sek). Eindurvörpin eru sýnd á myndlampa eins og á ratsjá. Auk 360° leitunar er hægt að leita í geira, annað hvort handstýrt eða sjálfvirkt, og má þá fylgjast með endur- vörpum í hátalara. Myndlampinn, sem er 10" skermur, gefur samfellda mynd af svæðinu umhverfis skipið. Skipið er alltaf í miðju skerms og lengdarstefna skips ætíð beint upp. Endurvörp koma fram sem ljósir blettir, og fjarlægð og stefnu miðað við skip má lesa af skermin- um. Miðað við 1000 m sviðs- stillingu fæst mynd af öllu sviðinu umhverfis skipið með iy2 sek millibili en við 4000 m fjarlægðarsvið 6. hverja sekúndu. Sendigeislann er ekki hægt að sveigja meir en 10° niður og er þar af leiðandi ekki hægt að nota asdiktækið við köstun á torfur, sem standa djúpt. Botnstykkið er eins og áð- Mynd 1. ur segir hringlaga, um 31 cm í þvermál, 44 cm á hæð og vegur um 100 kg. Botnstykkið tengist sérstökum lyftibúnaði, svo draga megi það inn. Sendi- tíðni er 30 KHz og hámarks sendiorka 7,2 KW (tveir send- ar). LSS-30 (PT) tækið hefur 5 fjarlægðarsvið (250, 500,1000, 2000 og 4000 m). Allir stjórn- hnappar tækisins eru á mynd- lampaeiningunni, þó ekki fyr- ir lyftibúnað botnstykkisins, sem hefur sérstakt stjómborð. Orkuþörf tækisins er 800 W (Sonar) og 400 W (lyftibún- aður). Mynd 1 sýnir helztu eining- ar LSS-30 (PT) asdiktækisins frá C-Tech, þ.e. tvær sendi- og móttökueiningar, botn- stykki, myndlampaeiningu og hátalara. Á mynd 2 má sjá endurvarp frá tveimur torf- um, en neðst á þeirri mynd koma fram truflanir frá skrúfu. Umboðssali fyrir C-Tech í Evrópu er Kelvin Hughes, en hér á landi R. Sigmundsson h.f. Samkvæmt upplýsingum umboðsins er verð á samstæðu sem þessari um 9—10 millj. ísl. kr. Mynd 2. Æ GI R — 193

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.