Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1975, Side 12

Ægir - 01.07.1975, Side 12
um úr fersku í salt vatn. Mikilvægt er að flytja seiðin á réttan hátt í salt vatn, bæði með því að ala þau um tíma í hálfsöltu vatni, og svo er mikilvægt, að þau séu nægilega þroskuð til að geta þrifizt í söltu vatni. Uni- leverfyrirtækið hefur yfirleitt alið laxinn í 2—4 kg þyngd, en það tekur um 18 mánuði. Fóðrið, sem notað er, er eingöngu þurrfóður, samsett eftir ,,formúlu“ vísindamanna fyrir- tækisins. Til að framleiða 1 kg af laxi hefur yfirleitt þurft um 1.6 kg af þurrfóðri. Nokkur fyrirtæki í Noregi eru vel á veg komin með laxeldi í sjó. Má þar t. d. nefna laxeldisstöðina á Hitra í Þrándheimsfirði, en þar hefur einkar góður árangur náðst. I Bandaríkjunum hafa allmargar tilraunir ver- ið gerðar með eldi Kyrrahafslax í sjó. Alls starfa Kyrrahafs- og Atlantshafsmegin um 12 fyrirtæki við eldi Kyrrahafslax, og hefur mörgum þeirra orðið vel ágengt. Fyrirtæki nokkurt í Oregon hefur aukið framleiðslu sína ár frá ári, og vonast það til að geta framleitt á næsta ári 1500 tonn af Kyrrahafslaxi. Það er því allt útlit fyrir, að laxeldi í sjó verði arðbær atvinnugrein eins og t. d. kjúklinga- eldi, en úr því fæst skorið á næstu árum. Er það að sjálfsögðu mikið undir því fjármagni komið, sem veitt verður til tilrauna og rann- sókna á þessu sviði, hvort tekst að leysa að- steðjandi vandamál, þannig að laxeldið geti orðið arðbært. Silungur Á síðustu árum hafa menn náð mjög góð- um árangri með eldi silungs. Sú tegund, sem mest er alið af, er regnbogasilungur (salmo gairdneríi), en einnig er alið talsvert af bleikju og urriða. Mestur hluti silungseldis- ins fer fram í fersku vatni, en á síðustu ár- um hafa menn einnig alið silung í sjó. Álitið cr að Frakkar hafi fyrstir manna klakið út silungshrognum einhvem tíma á 14. öld. Vitað er með vissu, að árið 1741 var reist klakstöð fyrir silung í Þýzkalandi, en ekki er nákvæmlega vitað, hvenær farið var að stunda silungsklak sem atvinnugrein i Evrópu. I Bandaríkjunum var fyrsta fyrirtækið, sem starfaði við silungsklak, reist 1853, og á næstu árum jókst sú starfsemi mjög, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Danir og Japanir framleiða einnig nú mikið af silungi, og er framleiðsla þeirra yfirleitt mun meiri en Bandaríkjamanna. Meðal landa, þar sem framleitt er talsvert af silungi, eru Noregur, Chile, Kanada og Pólland. Snake River Trout Company í Colerado er eitt stærsta silungseldisfyrirtæki í Bandaríkj- cnum. Árlega framleiðir þetta fyrirtæki rúm- lega 300 tonn af silungi Eldistjarnir fyrir- tækisins eru 10 ekrur að flatarmáli (1 ekra = 4/10 úr hektara). Ástæðuna fyrir velgengni þessa fyrirtækis, má vafalaust rekja til þess, að fyrirtækið fær mjög gott og tært vatn til eldisins úr volgum uppsprettum. Vatnsmagnið úr uppsprettum þessum er um 240.000 mín- útulítrar af 15 °C heitu vatni. Fiskurinn er al- inn á þurrfóðri, og virðist þurfa um 1.5 kg af fóðri til að framleiða 1 kg eif fiski. Fiskur- inn vex mjög hratt við þessi skilyrði og nær 20—35 cm lengd á 7—14 mánuðum. Fyrir- tæki þetta notar mikið vatn miðað við fram- leiðslumagn silungs, og má t. d. benda á að Danir nota yfirleitt tvisvar til þrisvar sinn- um minna vatn við silungseldi sitt. Dönum hefur orðið mjög vel ágengt við sil- ungseldi og árlega flytja Danir út silung fyr' ir um 4 milljarða íslenzkra króna. I Danmörku eru um 700 fiskeldisstöðvar. Yfirleitt ala Dan- ir silunginn í tjörnum, en vatn til eldisins fa þeir venjulega úr ám og lækjum. Silunginn ala þeir á fiskúrgangi. Til að framleiða 1 kg af silungi þarf venjulega 5—7 kg af fiskúr- gangi. Venjuleg markaðsstærð á þessum sil- ungi er 300—500 gr. Tilraunir til að ala silung í söltu vatni eru allar fremur nýjar af nálinni. Þó hefur þegar náðst umtalsverður árangur í nokkrum lönd- um, þar á meðal Noregi, Japan og Bandaríkj- unum. í Noregi hófust tilraunir með eldi 1 sjó fyrir um 16 árum. Þá voru gerðar tilraun- ir með að ala regnbogasilung í fliotbúrum- Silungurinn var alinn í 200—300 g þunga> en illa gekk þá að selja þessa stærð. Var Þa gripið til þess ráðs að ala silunginn í 600— g þunga, og hlaut hann þá mun betri viðtök- ur á markaðnum. Flotbúrunum, sem silungur' inn er alinn í, er komið fyrir í sundum á miÞ1 eyja, þar sem straumur er mikill og sjórinU endurnýjast því stöðugt. Silungurinn er alinn á loðnu og rækjuskel. í rækjuskelinni er mik1 af litarefnum (karotin), sem gefa silungnun1 rauðleitan blæ. Á síðustu árum hefur það au izt mjög í Noregi og víðar, að svokallað þul1 fóður er notað í stað blautfóðursins eða ur, gangsfisks. Þurrfóðrið er mun auðveldara 204 — Æ G I R

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.