Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1975, Síða 22

Ægir - 01.07.1975, Síða 22
Skólaslit Vélskóla Islands Vélskóla Islands var sagt upp þann 31. maí og í skólaslitaræðu sinni rakti skóla- stjórinn, Andrés Guðjónsson, sögu skólans í stórum dráttum, jafnframt því sem hann gaf yfirlit yfir starfsemi skólans bæði í Reykja- vík og á þeim stöðum úti á landi, sem skólinn hélt uppi kennslu. Hér á eftir fer útdráttur úr ræðu skólastjóra: „Fyrir sextíu árum var Vélskólinn búinn að starfa einn vetur. Bókun um fyrsta prófið við skólann hljóðar svo: „Ár 1916, í aprílmán- uði, var vélstjórapróf haldið í Reykjavík sam- kvæmt lögum um stofnun Vélstjóraskóla í Reykjavík. Stjórnarráðið hafði skipað próf- nefnd, með M. E. Jessen, forstöðumanni skól- ans, þá ingenör K. Zimsen borgarstjóra og Ólaf Sveinsson vélstjóra. Undir prófið gengu þrír lærisveinar og voru þeir, Gísli Jónsson (síðar alþingismaður), Bjarni Þorsteinsson (síðar tæknifræðingur og stofnandi Vélsmiðj- unnar Héðins) og Hallgrímur Jónsson vél- stjóri (lengi formaður Vélstjórafélags ís- lands og lengst af yfirvélstjóri á Gullfossi). Stofnár Vélskólans er 1915 en upphaf vél- fræðikennslu hér á landi er nokkuð eldra. Hún hófst með stofnun vélfræðideildar við Stýrimannaskólann. Frá þeirri deild var fyrst tekið próf í apríl 1913 og voru próftakar 6. Næsta ár gengu 9 undir próf og 1915 voru þeir 7. Allir þrír fyrstu vélstjórarnir sem próf tóku 1916, höfðu áður lokið prófi frá þessari deild. Eins og kunnugt er, var það M. E. Jessen, danskur maður, sem ráðinn var hingað í fyrstu til að kenna við vélfræðideildina. Fyrsta árið kenndi hann skipstjóraefnum eðlisfræði og vélfræði, en haustið 1912 tók hin eiginlega vélfræðideild til starfa og sóttu hana menn sem leggja vildu fyrir sig vélstjórn eða skyld störf. Það kom brátt í ljós að óheppilegt var að reka þessa starfsemi sem deild í Stýrimannaskólanum enda var allur aðbúnaður næsta frumstæður. I ritinu „Vélstjórafélag íslands 50 ára . 1959, segir svo um tildrög að stofnun Vél- skólans: „Á fundi í Vélstjórafélaginu þ- 25- nóv. 1913 flutti einn af námsmönnum deild' arinnar, Gísli Jónsson, ræðu og skýrði fra ástandi deildarinnar. Sagði hann, sem ratt var, að húsrúm væri alveg ófullnægjandi. kennslustofan væri undir súð og lioftlítil en lýsing svo ófullkomin að nemendur gætu ekki lesið sér til gagns í kennslustofum o. s. frv- Á þessum fundi var kosin nefnd til að vinna að framgangi þessa máls. Nefnd þessi lag 1 til að vélfræðikennslan yrði aukin í tveggíf vetra nám. Er skemmst frá því að segja að a þessum grundvelli og fyrir ötult starf Ve - stjórafélagsins og Jessens fékkst frumvarp \ laga um stofnun Vélstjóraskóla lagt fy, sumarþingið 1915. Það var samþykkt og t0 skólinn til starfa um mánuði áður en tög^ fengu konungsstaðfestingu. Skólinn hóf staI.. semi sína í kennslustofum Iðnskólans Lækjargötu og var þar til ársins 1930. Siö var skólinn til húsa í Stýrimannaskólahúsin við Öldugötu en flutti svo hingað í Sjómann skólahúsið 1945, eða fyrir 30 árum. -a Haustið 1935 tók rafmagnsdeild til stat.g við skólann. Var þá vélstjóranámið 0IÁj. þriggja ára nám. Á árinu 1966 var allt ^ stjóranám sameinað í Vélstjóraskólanum , hafin kennsla í vélvirkjun og námið len®^ fjögur ár. Ný lög um vélstjóramenntun _ þá gildi og var nafni skólans breytt i skóla Islands. Með þessum lögum var s anum falin öll vélstjóramenntun í landinu- ., Vélskóladeild var stofnuð 1966 á . 0g 1967 í Vestmannaeyjum, 1972 á ísafir 1 1974 á Siglufirði. ^ Skólinn hefur brautskráð rúmlega 2000 _ stjóra á 60 árum. Árið 1925 var tata ^45 skráðra vélstjóra 69, 1935 voru þeir 205, 214 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.