Ægir

Årgang

Ægir - 15.09.1975, Side 8

Ægir - 15.09.1975, Side 8
Ásgeir Jakobsson: Hvalveiðar Ágrip af heimsveiðunum Sú var tíðin, að í Ægi var tíndur til ýmis sögulegur fróðleikur um fiskveiðar okkar að fornu og nýju. Þetta voru máski ekki neinar vísindaritgerðir, heldur eitt og annað, sem rit- stjórar tímaritsins vildu halda til haga í rit- inu. Nú er það svo með Ægi, sem önnur tíma- rit, að oft vantar efni til uppfyllingar, arka- tala ritsins er ákveðin og hana verður að fylla. Mörg tímarit hafa til slíks framhaldssögur, en það getur Ægir ekki notfært sér, skemmti- sögur myndu verka dálítið hlálega í því góða riti. Sögulegur fróðleikur gæti hins vegar átt heima í ritinu sem uppfyllingarefni og sú er skoðun ritstjórnarinnar. Þetta kann að verða nokkuð sundurhöggvið lesefni, eftir því sem rúm leyfir hverju sinni, því að vitaskuld sinn- ir Ægir því hlutverki sínu að vera skýrslu- blað sjávarútvegsins. Þessi þáttur um hvai- veiðar er þannig tilkominn, að ég tók saman þátt fyrir tímarit nokkurt, sem ætlaður var útlendingum, en þá féll til margs konar efni, sem ekki var hægt að nota í tímaritsgrein fyrir fólk í útlandinu og það efni ásamt öðru hef ég nú tínt saman í þessa þætti fyrir Ægi. Þetta er ekki fræðigrein, ég er ekki fræðimað- ur, heldur hef ég tekið þetta saman úr prent- uðum bókum og tímaritum. Um upphaf hvalveiða í heiminum segir svo í The Encyclopedia Britannica (ed. 1973, Whaling, p. 73): „Það er líklegt að steinaldarmenn hafi veitt litla hvali og höfrunga (dolphins). Vitað er með vissu að Eskimóar og Indíánar í Norður- Ameríku hafa veitt hvali frá ómuna tíð með skutlum eða stungutækjum úr beini, horni, tinnu éða flögugrjóti. Vitað er um bækistöð hvalfangara í Alaska á árunum 100—200 e. Kr. Evrópa er þó vagga hvalveiðanna, eins og þær hafa þróazt, og fyrstu sagnir um hval- veiðar Evrópumanna eru frá Noregi og Flæm' ingjalandi (Flandern í Belgíu) og eru þ®r sagnir allt frá 9. öld. En það er varla hægt að tala um hvalveiðarnar sem atvinnugrein fyrr en til koma veiðar Frakka og Baska fra ströndum Biskayaflóans. Þessar veiðar hófust á 10. öldinni og beindust í sléttbakinn í Norö- ur-Atlantshafi (Biskayasléttbakinn). Slétt- baksveiðar Frakka og Baska blómstruðu á síð- ari hluta miðalda en það tók að draga ar þeim um miðja 17. öldina og þær dóu út me öllu um 1800 því að þá var sléttbakurinn horf- inn af þessu svæði. Meðan þessu fór fram í Biskayaflóa og Þar í grennd, fóru Baskar einnig að þreifa fyrir sér með úthafsveiðar á stórskipum og muu það hafa verið um og upp úr 1400. Þeir yfir' gáfu hafnir sínar við Biskayaflóa og hættu a svipast um eftir hvölum úr háum turnum 3 ströndinni, og lögðu á úthafið að elta slét' bakinn norður í höf. Leikurinn barst nor ' r QJr vestur á bóginn til Nýfundnalands o_g 1 ~ ' Lawrenceflóann og á 16. öldinni til Islan > þar sem þeir fundu fyrir íslendinga og Nor menn við þessar hvalveiðar (Sjá at.semd si ar. Höf.). Um 1700 var svo komið að sle ^ bakurinn í Norðaustur-Atlantshafi var a deyja út, en í norðurhöfum fundu Baskarn Grænlandssléttbakinn, sem var stærri þyngri en Biskayahvalurinn og hafði þyk spik og lengri bein. Veiðarnar á Grænlandssléttbaknum hleyP^ nýju lífi í hvalveiðarnar og það hófst nu 1 útgerð til hvalveiða á norðurslóðum. Byi’11*0 in á þessari útgerð má segja að væri 1 ) þegar Muscovyfélagið sendi Thomas Edge skipunum Mary Margaret og Elísabet London í fyrsta hvalveiðileiðangurinn , Svalbarða. Og þessar veiðar stóðu ósliti 274 — Æ GIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.