Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1977, Blaðsíða 8

Ægir - 15.09.1977, Blaðsíða 8
Jónas Blöndal: F r amtíðarhugleiðingar í ljósi breyttrar efnahagslögsögu Sú þróun sem orðið hefur á viðhorfum ríkja til 200 mílna efnahagslögsögu hefur orðið mun hraðari en nokkurn óraði fyrir. Þó ekki hafi enn náðst samningar á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um einstök atriði haf- réttarsáttmála eru ýmis atriði hans, svo sem 200 mílna efnahagslögsagan þegar orðin staðreynd í verki. Má heita að flest þau ríki, sem einhverju máli skipta hafi tekið sér þessa lögsögu, jafnvel ríki, sem hvað hatrammlegast hafa staðið á móti því að þessi regla hlyti viðurkenningu. Það er óhjákvæmilegt að þessar breyttu að- stæður koma til með að hafa afgerandi breyt- ingar í för með sér að því er varðar veiðar, vinnslu og sölu sjávarafurða í heiminum inn- an fyrirsjáanlegs tíma. Margar þær þjóðir, sem nú verða að flytja inn fisk til að fullnægja eftirspurn á heimamarkaði, koma til með að geta séð sér fyrir nægu framboði fiskafurða og jafnvel gerst útflytjendur í stórum stíl. Einnig verða ýmsar þjóðir, sem nú framleiða mikið magn fiskafurða að ganga með skarðan hlut frá borði og þurfa að leita nýrra leiða til öflunar þessara þýðingarmiklu afurða. Því mun á næstu árum ríkja millibilsástand, þó svo að einstök ríki hafi þegar tekið til höndum við endurskipulagningu. Vegna hinnar öru framvindu er þess ekki að vænta að fyrir liggi áætlanir í smáatriðum hvemig einstök ríki ætla að standa að málum þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir því hver heildarfram- vindan verður. Hinu er ekki að leyna að sú framvinda kemur til með að hafa veruleg áhrif á stöðu íslensks sjávarútvegs. Kann svo að fara að ýmsar þær þjóðir, sem nú veita okkur hvað harðasta samkeppni verði enn skæðari keppinautar í framtíðinni og verulega þrengist kostir okkar á þýðingarmiklum mör uðum, bæði vegna þessarar auknu samkeppt11' svo og vegna framtaks þessara markaðsþj00 _ Væri fyllsta ástæða fyrir okkur að fara s huga að þessum málum í fullri alvöru, þannl® að hægt verði að bregðast við breyttum a stæðum í tíma og koma í veg fyrir of mm rask, sem af þeim kann að leiða. .* Eins og að framan er getið er þegar unrV af krafti í ýmsum ríkjum og ríkjasamböndu að mótun stefnu í fiskveiðimálum og &e áætlana um framkvæmd. Þessi vinna er kon^ mislangt á veg. Hér á eftir verða raktar nokkru leyti þær hugmyndir sem uppi erU markmið og leiðir í sjávarútvegsmálum n° urra ríkja eða ríkjaheilda. Noregur: Nýverið kom út í Noregi „Hvít bók“ ^ er stefnuyfirlýsing eða drög að stefnuyfjr^ ingu norskra yfirvalda í sjávarútvegsma Því miður hefur þessi bók ekki ennþá °° okkur og verður það sem hér fer á eftir nokkuð brotakennt. Vert er einnig að __ fram, að nokkur styrr hefur staðið um P ^ stefnuyfirlýsingu í Noregi og kann hun taka einhverjum breytingum áður en til fr kvæmda kemur. irn Samkvæmt því, sem fram kemur af P^ brotakenndu gögnum sem til ráðstöfunar virðist það meginmarkmið sem að er s vera að ná fram samræmi milli afraks getu fiskstofna, veiðigetu fiskiskipa og V1 gr afkasta í landi. Með öðrum orðum saíP^j stefnt að hagræðingu í veiðum og vinnsl’fjorð- tekur mið af því, hvað fiskstofnar manna geta gefið af sér án ofnýtingar- ^ 318 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.