Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1977, Blaðsíða 10

Ægir - 15.09.1977, Blaðsíða 10
in fari sér hægt í því að fækka fólki í ljósi ríkjandi stefnu í byggðamálum. Framkvæmd kann því að dragast nokkuð á langinn. Hvað fiskmjölsiðnaðinn snertir er áætlað að leggja framleiðslugjald á þær verksmiðjur sem áfram starfa í því skyni að bæta þeim sem hætta verða það tjón, sem af því leiðir. Röksemdafærslan, sem að baki liggur, er sú að þeir sem áfram starfi fái í sinn hlut meira hráefni við það að einhverjir hætti þegar heildarframboð er bundið. Að öðru jöfnu ætti þetta að leiða til bættrar fjárhagsafkomu þessara fyrirtækja frá því sem óbreytt ástand hefði í för með sér. Að þessu skoðuðu er eðli- legt að þessi fyrirtæki leggi a.m.k. hluta af þessum auknu tekjum fram í því skyni að bæta tjón þeirra, sem hætta verða. Ekki verður frekar fjallað um Noreg að sinni, en væntanlega gefst tækifæri til þess síðar að gera grein fyrir, hvernig framvind- an verður. Efnaliagsbandalagið: Á vegum Efnahagsbandalagsins hefur verið unnið að gerð heildaráætlana um fyrirkomu- lag fiskveiða bandalagsþjóðanna. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur reynst við ramm- an reip að draga þar sem hagsmunaárekstrar milli þjóðanna eru. Engu að síður hefur tek- ist að ná víðtækri samstöðu um einstaka þætti málsins þó aðrir liggi í láginni um skeið svo sem það atriði er varðar einkarétt strandríkja til einkalögsögu. Augljóst er að Efnahagsbandalagið á við mikla erfiðleika að etja í sjávarútvegi sínum. Þær breytingar, sem átt hafa sér stað í lög- sögumálum hafa öllu meiri áhrif á útveg bandalagsþjóðanna en eðlilegt má teljast vegna þess hversu mjög hann hefur treyst á nýtingu fjarlægra miða. Af þessu leiðir að floti banda- lagsins hentar illa við hinar nýju aðstæður og þarf víðtækrar endurskipulagningar við. í grundvallaratriðum liggja fjögur markmið að baki þeim tillögum, sem bandalagið hefur lagt fram: * Endurreisn ofnýttra stofna og hagkvæm nýting. * Nýting vannýttra eða ónýttra stofna til manneldis. * Gagnkvæmir samningar um veiðirétt. * Aðlögun veiði- og vinnslugetu að nýtingar- möguleikum fiskstofna. Hvað fyrsta atriðið snertir hefur bandalag- ið tekið til hendinni. Er bann við síldveiðum í Norðursjó glöggt dæmi um það. Þá hefui bandalagið gengið alllangt í þá átt að vernda aðra stofna. Eru reglur þess til muna strang' ari en Norðaustur-Atlantshafsnefndin taldi ser fært að setja fram. I framtíðinni er gert rao fyrir að bandalagið setji árlega heildarkvóta á afla úr einstökum fiskstofnum. Þessi kvoti skal settur í samræmi við bestu nýtingu ein- stakra stofna. Hugmyndin er sú að þessum heildarkvóta verði síðan skipt milli aðildai' landanna. Með nýtingu stofna, sem verið hafa van- eða ónýttir, hyggst bandalagið stuðla a tvennu: í fyrsta lagi að auka þann auðlind3' sjóð, sem hægt er að ganga í, sem aftur leiðu til aukinnar atvinnu- og efnahagsstarfsemi a sviði sjávarútvegs. Kann þetta að draga sársaukafullum aðgerðum, sem af aðlögun a breyttu ástandi leiða. I öðru lagi hyggst banda lagið með þessu auka framboð á fiskafurðum á mörkuðum bandalagsríkjanna. Eftir því sen' horfir er vafasamt að bandalagið geti °rðl sjálfu sér nógt í framleiðslu fiskafurða, ÞeSa á heildina er litið, nema til komi auknai veiðar á nýjum tegundum. í áætlun bandalags ins er gert ráð fyrir víðtækum fjárhagsstuðn ingi til þeirra sem standa vilja að nýjungun1 á þessu sviði. Ætlast er til að sá fjárhags stuðningur nái til þátta er varða bæði öflun °° dreifingu. Þannig mun bandalagið styrkJa rannsóknir og leit að nýjum veiðisvæðum e tegundum, þróun veiðitækni og veiðibúnao og tilraunaveiðar. Jafnframt eru sölu- vinnsluaðilar hvattir til tilrauna með vinnS og sölu á nýjum afurðum með fjárhagsstyiKJ um. ,ð Einn þáttur þessa máls er að bandalag hyggst gera átak í því að draga úr nýtjn® á fiski til mjölvinnslu. Eru ráðagerðir 1 P átt að hvetja eigendur bræðslna til að bre.' _ verksmiðjum sínum til annarrar vinns (sennilega til vinnslu jurtaafurða). Með ÞeS,t, hyggst bandalagið stuðla að hagkvæmari n^.j ingu ýmissa stofna, sem nú fara mikið bræðslu en eru góð matvara. Sem dænm taka síld og makríl. . ,tt Með gagnkvæmum samningum um veiðu ætlar bandalagið sér að draga úr áfölu 320 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.