Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1977, Blaðsíða 15

Ægir - 15.09.1977, Blaðsíða 15
^ónas Sveinsson, hagfræðingur: Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins Lýsing á starfsemi sjóðsins og tillögur um úrbætur Að geyma frá feitu árunum og eiga það til °gru áranna var hugmyndin að baki verð- Jofnunarsjógs. Sjóðurinn var stofnaður í maí 9 °S í 1. gr. laga hans segir svo: „Stofna al sjóð er nefnist Verðjöfnunarsjóður fisk- haðaring, Hlutverk sjóðsins er að draga úr rifum verðsveiflna, er verða kunna á út- utningsafurðum fiskiðnaðarins". Sjóðurinn ^°k til starfa seint á árinu 1969 en árið 1970 ar fyrsta eiginlega starfsárið. I erðjöfnunarsjóður skiptist í deildir eftir ^durn afurða og hver deild hans hefur að- lnnn fjárhag. Núverandi deildir sjóðsins eru Pessar: A. 1. 2. 3. 4. B. 1. 2. C. 1. 2. 3. D. ®eild fyrir frystar fiskafurðir. Freðfiskur. ■Uurnar. Bækja. Hörpudiskur. Beild fyrir saltfiskafurðir. Overkaður saltfiskur. Söltuð ufsaflök. Beild fyrir afurðir síldar- og iiskmjölsverksmiðja. Loðnumjöl. Loðnulýsi. Liskmjöl. ^eild fyrir skreiðarafurðir. þri -6l ^ir verðjöfnunarsjóðs voru í upphafi Deild fyrir frystar fiskafurðir. B. fynir saltfiskafurðir. C. Deild fyrir af- urðir síldar- og fiskmjölsverksmiðja. Síðan hefur bæst við deild D fyrir skreiðarafurðir. Samkvæmt núgildandi lögum um verðjöfn- unarsjóð skulu tekjur hans vera allt að þrír fjórðu hlutar af verðhækkunum umfram við- miðunarverð, sem stjórn sjóðsins ákveður á hverjum tíma með hliðsjón af verðlagi þriggja undanfarinna ára svo og af niðurstöðum verð- lagsráðs sjávarútvegsins um afkomu fram- leiðslunnar. Þó skal tekið tillit til sérstakra ástæðna, svo sem óvenjulegra breytinga á er- lendum mörkuðum, gengisbreytinga og ann- arra hliðstæðra atvika. Til greiðslu verðbóta úr verðjöfnunarsjóði kemur þegar meðalverð framleiðslu til útflutnings þeirra afurða, er tilheyra sjóðnum hefur lækkað á ársgrund- velli eða framleiðslutímabili. Verðbætur skulu þó aldrei nema meiru en þremur fjórðu hlut- um verðlækkunarinnar og ekki umfram það fé, sem viðkomandi deild ræður yfir, þegar til greiðslu verðbóta kemur. Seðlabanki íslands hefur á hendi bókhald og rekstur verðjöfnunarsjóðs og skal ávaxta fé hans í samráði við stjóm sjóðsins, annað hvort í erlendum eða íslenskum gjaldeyri. Ef saman- lagt verðmæti hreinnar gjaldeyriseignar Seðla- bankans og skuldabréfa hans með gengistrygg- ingu nægir ekki til að tryggja verðgildi inn- stæðu verðjöfnunarsjóðs hjá Seðlabankanum skal það, er á vantar, fært til skuldar ríkis- sjóði á sérstakan reikning hjá bankanum. Verði verðfall þeirra afurða er falla undir verðjöfnunarsjóð, svo mikið, að hagkvæmara þykir að færa notkun veiðiskipa eða vinnslu- tækja yfir til annarra veiða eða vinnslu, get- ur ráðherra ákveðið, að fengnum tillögum sjóðsstjórnar, að bæta skuli upp verð viðkom- ÆGIR — 325

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.