Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1985, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1985, Blaðsíða 12
einkasölufyrirkomulagi nema full samstaða sé um það meðal framleið- enda og annarra þeirra aðila, sem brýnna hagsmuna eiga að gæta í við- komandi framleiðslugrein. Einkasala á útflutningsvöru tak- markar óneitanlega athafnafrelsi manna og á að mínum dómi ekki rétt á sér nema menn séu sammála um að þjóðarnauðsyn krefji og að yfirgnæf- andi meirihluti framleiðenda íviðkom- andi grein óski eftir slíku fyrirkomulagi, enda hefi ég látið þau orð falla á fiski- þingi og víðar, að ef t.d. einn til tveir af hverjum tíu saltsíldarframleiðendum væru andvígir núverandi fyrirkomu- lagi, þá sé mjög vafasamt að veita einkasöluréttinn, þótt hann sé aðeins til eins árs í senn. Enda þótt ég sé þeirrar skoðunar að kostir núverandi fyrirkomulags séu fleiri og þyngri á metunum en gallarnir, tel ég nauðsynlegt að við gerum okkur Ijóst í hverju gallarnir eru fólgnir og reynum að bæta úr þeim, ef unnt er. Kostina við einkasölu tel ég vera m.a. þessa: 1. Komið er í veg fyrir að framleið- endur og/eða útflytjendur bjóði vörunahverniðurfyriröðrum íeinu eða öðru formi. 2. Sterkari aðstaða næst í baráttunni við erlenda samkeppnisaðila sem í mörgum tilfellum hafa byggt upp stór og fjársterk samtök. 3. Auðveldara og ódýrara er fyrir sölu- samtök-ef þau eru vel skipulögð- að afla upplýsinga og fylgjast stöðugt með markaðsþróuninni, en ef hver framleiðandi þyrfti að hafa á eigin hendi slíka starfsemi. 4. Unnt er að nýta markaðsmöguleik- ana betur og má í því sambandi minna á að gegnum einkaréttarfyrir- komulagið hefir á undanförnum árum verið unnt að tryggja sölu á síld af öllum stærðarflokkum, fitu- flokkum o.s.frv. 5. Unnt er að verðjafna síldina, sem fer á hina ýmsu markaði, þannig að um óeðlilega mismunun verði ekki að ræða. Einnig er unnt með þessu fyrirkomulagi að framkvæma eðli- lega og réttláta verðjöfnun eftir teg- undum og stærðum. 6. Afgreiðslu og flutning síldarinnartil hinna ýmsu markaðslanda ætti að vera auðveldara að skipuleggja á hagkvæmari ogódýrari hátt en ella. 7. Unnt er að skipuleggja söltunina á þann hátt að ekki sé hætta á að framleitt verði meira en markaður- inn þolir af einstökum tegundum, stærðarflokkum eða fituflokkum. 8. Hægt er að takmarka eða stöðva söltunina hvenær sem er, til að koma í veg fyrir verðfall eða annað hugsanlegt tjón fyrir heildina. 9. Auðveldara ætti að vera að vinna að nýtingu síldarinnar og markaðs- öflun með langtímasjónarmið í huga, svo framarlega sem eðlilegt ástand ríkir í landinu. Ef við aftur á móti lítum á galla einka- sölufyrirkomulagsins þá má helst nefna eftirfarandi atriði: 1. Hætta er á að sameiginleg sala geti leitt til þess að einstaka fram- leiðendur vandi ekki framleiðslu sína sem skyldi í trausti þess að samtökin taki á sig hugsanlegar skaðabætur, þ.e.a.s. svo framar- lega sem ekki er örugglega unnt að sanna frá hvaða framleiðanda hin slæma vara kom. 2. Það er meiri freisting en ella fyrir einstaka framleiðendur að spara útgjöld á kostnað gæðanna þegar þeir vita að þeir fá sama verð fyrir vöruna og hinir sem vanda fram- leiðsluna. Af sömu ástæðum er meiri hætta á að tekið verði léleS hráefni til vinnslunnar. Slík vínnu brögð hljóta fyrr eða síðar að í einu eða öðru formi niður á hei 3. Með einkasölufyrirkomulagi eru markaðs- og sölumálin falin fáunj mönnum sem engan veginn öruggt að nái því hæsta verði og þeim bestu kjörum sem völ kuni1*1 að vera á. 4. Einkasöluaðstaðan kallar einnig 1 þá hættu að menn verði værukæran eða sofni á verðinum þannig a sölu- og markaðsstarfsemin ver óvirkari en ella. 5. Hætta er á að einkasöluaðilatseU sljóir fyrir nýjungum, þ.m.t. nýjjri1 mörkuðum, nýjum tegunduf1' verkunaraðferðum o.s.frv. 6. Með einkasölufyrirkomulagi einnig hætta á að einkasöluaðilinn geri framleiðendum ekki naegile®a grein fyrir markaðnum og markað-, kröfunum og að þekking saltenda3 þessum þýðingarmiklu málul^ verði minni en ef hver verður a bjarga sér. 7. Að lokum má geta þess að ýn15 sérfræðingar benda oft á að me einkasölufyrirkomulagi sé halu' uppi framleiðslu hjá smáum óhag kvæmum fyrirtækjum sem geiaS myndu upp ef salan væri frjáls- t lendis hefirog verið bent á, aðsan1'1 120-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.