Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1985, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.1985, Blaðsíða 36
lifur sem kaupuppbót, en án þess að nokkuð væri um það skráð í ráðningarsamningum. Sennilega ekki myndast um þetta föst venja fyrr en um eða eftir 1910, eins og fleira í togaramennskunni. Svo er helst að skilja af reikn- ingum Coots, en þar var lifrin hirt öll árin 1905—08, að útgerðin hafi tekið til sín allt lifrarverðið. í reikningi skipsins 1906 er lifur talin tekjur kr. 1975 og lifrarafl- inn í aflaskýrslu 209 tunnur, og verðið þá fyrir tunnuna kr. 9.50. Lifrarverðið getur ekki hafa verið hærra á þessum árum, svo að útgerðin hefur tekið til sín allt lifr- arverðið, ekkert runnið til mann- skapsins. Hvorki á Forsetanum né Marz- inum hefur lifur verið hirt 1907, ef dæma má af aflaskýrslum, en 1908 af öllum togurunum, sem þá eru komnir, nema Forsetan- um. Líklega hefur það ár eða næsta tekið að myndast sú venja, að skipshöfnin fengi að hirða lifr- ina og fá hlut í lifrarverðinu, en verið eitthvað á reiki framan af um þetta, misjafnt eftir skipum. Lifrarhlutur var orðinn föst kaup- uppbót um 1912, en útgerðar- maðurinn ákvað verðið, sem var þá 10 kr. lifrartunnan til háseta og skiptist jafnt milli manna. Meðan verðið var svona lágt, hefur út- gerðarmaðurinn sennilega fengið lítið sem ekkert í sinn hlut af lifr- inni og því kann það að vera rétt sögn, að fyrstu togaraárin hafi verið tregða á því, að útgerðar- menn sköffuðu nógar tunnur. Þá er það áreiðanlega rétt sögn, að skipstjórar hafi heldur amast við lifrarbaksinu og létu fleygja henni, ef mikill var afli og menn höfðu naumlega undan að gera til fiskinn. Það var nokkurt staut við að hirða lifrina. Maður þurfti að fara úr aðgerð og klöngrast afturá og pota lifrinni niður um sponsgat á tunnunni. Þetta form hefur trú- lega farið í taugarnar á mörgum skipstjóranum í þennan tíma. Yfirburðir togaranna yfir skúturnar sem veiðiskipa urðu mönnum Ijósastir á vetrarvertíð- inni. Togararnir gátu þá á tfðum verið í miklum afla hrygningar- fisks, sem fullur var af loðnu og tók ekki beitu og skútumenn því iðulega í ördeyðu með handfæri sín á sömu slóð og togararnir í mokfiski, samanber hina alkunnu sögu af Eldeyjar-Hjalta á skútu sinni Swift, þegar hann lá í nánd við Eyjar í fiskleysi en erlendir togarar mokuðu upp fiski allt í kringum hann og Hjalti ákvað þá að kaupa togara. Skúturnar gátu afturámóti náð miklum þorskafjölda á vorin og sumrin, meðalþorskafjöldi skútu með 20 manna áhöfn, var í sæmi- legu aflaári um 80 þúsund en vetrarvertíðaraflinn var af þeirrl tölu máski ekki nema 15-16 þúsund, þótt hæstu skútur ferU uppí 30 þúsund á vetrarvertíð og meira í góðum aflaárum. Það var ekki nema von, skútukarlarnir hrykkju við 1905/ þegar Coot gamli kom eftir nótt i Fláskarðskrikanum með 4 þús. at þorski eða sem svaraði fjórðung af meðalskútuafla yfir heila vetrarvertíð. í aflafrétt í Ægi 1907 segir svo: „Jón forseti var með 60 þúsuno fiska á sama tíma og skúturnat þessa vertíð voru með 20 þúsund. Hugur sjómanna stenduf nú mjögtil togaranna". Og 1908 hefur Ægir þetta a& segja um aflabrögð togaranna- „Botnvörpungarnir fjórir, sern stunduðu veiðar þessa vertíö öfluðuaðfiskatölujónforseti 1^0 þús. Marzinn 155 þús. Snorr' Sturluson 80 þús., Coot 65 þó5- og íslendingur, sem byrjaði mi^u seinna en hinir, 60 þúsund. Ver' tíðarafli þilskipanna við Faxaflój1 var hæst 30 þúsund. Það er daut' hljóð í Hull-ogGrimsbymönnun1 þetta ár. Veiðar hafa alveg brugö' ist á heimamiðum og íslandS' veiðar þeirra líka. Skipin hafjj flækst í reiðileysi og gæftaleysi ti íslands, Færeyja og Suðureyja en sjaldan fengið fyrir kostnaði. þessar mundir gerðist það að ko hækkuðu mjög í verði, sömU' leiðis tryggingargjöld." Eins og að ofan sést, þá passa þessar tölur ekki við fiskatölur sömu skipa í Landhagskýrslum um, en hér er líka einungis um vetrarvertíðarafla að ræða og fisk' inn ósorteraðan, eins og jafnan var sagt. En þótt mönnum fyndist mikió til um afla togaranna varsamtenn uggur í mörgum um þessa stór- kostlegu útgerð og bar þar margt til og er ítarlega um það atrið' 144-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.