Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1985, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.1985, Blaðsíða 26
hrygningarstofninn um 10 millj- ónir tonna. Á tímabilinu frá 1967-1982 þ.e.a.s. eftiraðstærð hrygningarstofnsins varð minni en tvær milljónir tonna gat hann ekki af sér neinn sterkan árgang. Það var á þessum forsendum að Alþjóðahafrannsóknaráðið mælti með algeru síldveiðibanni allt fram til ársins 1983. Talið er að svo hafi verið að þessum síldar- stofni sorfið að nánast engin síld hafi hrygnt við vesturströnd Nor- egs árið 1970 og 1971. Þetta breyttist á árunum 1972 og 1973 þegar 1969 árgangurinn varð kynþroska. Það eru afkomendur þessa árgangs sem nú mynda hrygningarstofninn og var hann kominn í um 400.000 tonn árið 1980. Talið er að þessi stofn sé nú um 700.000 tonn en það eru aðeins um 7% af fyrri stærð. Stofninn hefur því verið mjög lengi að ná sér einkum vegna þess að nýliðun hefur lengst af verið mjög lítil. Þetta breyttist þó algerlega haustið 1983 þegar Ijóst varð að þá um vorið hafði klakist út mjög sterkur árgangur. Þessi árgangur mun bætast í hrygningarstofninn 1987-1988 þannig að stærð stofnsins mun sennilega tvöfaldast eða þrefald- ast. Eftir hina bitru reynslu sem menn urðu fyrir á 7. og 8. ára- tugnum eru evrópskir fiski- fræðingar sammála um að taka verður tillit til eftirfarandi atriða þegar tillögur eru lagðar fram um síldveiðar: a) Leyfilegur hámarksafli hverju sinni á aðeins að vera lítill hluti stofnsins og ekki fara yfir 20-25%, b) nauðsynlegt er að fylgjast vel með stærð hrygningarstofns- ins og halda honum nægilega stórum til að forðast viðkomu- brest, c) nauðsynlegt er að fylgjast nákvæmlega með því hve mikið er af ungsíld svo unnt sé að draga úr veiðum ef von er margra lélegra árganga í röð. Hér fyrr á árum mistókst stjórn síldveiða vegna þess að of lítið var að gert og of seint. Augljóst er að bætt stjórn síldveiða krefst þess að betri skilningur ríki milli fiskifræðinga og stjórnvalda. Aukin samvinna stjórnvalda og fiskifræðinga ætti að leiða til þess að brugðist verði snarlega við ef einhverjar óvæntar breytingar eiga sér stað í ástandi síldar- stofna. Ef miðað er við fyrri ár má búast við að slík viðbrögð verö' auðveldari eftir útfærslu lancl' helginnar í 200 mílur vegna þe5S að síldarstofnar eru nú almer>nt ekki undir alþjóðlegri stjórn- Þannig er íslenska sumargo15' síldin algerlega háð ákvörðunui11 íslenskra stjórnvalda og norsk' íslenska síldin er enn sem korm er háð ákvörðunum norskra stjórnvalda. Síldarstofnarnir út a vesturströnd Skotlands og vl0 suðurströnd írlands eru háð,r ákvörðunum Efnahagsbandalag5 Evrópu. Síldveiðar í Norðursj0 eru hins vegar samkomulagsa1' riði milli Norðmanna og Efna' hagsbandalagsins. Eftir að síldveiðar hófust aftur er forvitnilegt að bera sama° aðferðirsem notaðarhafa veriðt' að stjórna veiðunum. Þessar eru helstar: a) leyfileg lágmarksstærð er gildi fyrir alla þessa síldar stofna. Að því er varðar íslensku sumargotssíldina er hún 27 cm. Eftirlitsmanna kerfið gerir kleift að framfyl@ía þessari reglu í meginatriðu111 þar eð unnt er að i0*'1’ svæðum þar sem mikið er un1 síld minni en 27 cm. Leyfi^ lágmarksstærð síldar 11 löndunar er 25 cm að þv' et varðar norsk-íslensku síldin^- Ekki er annað vitað en þessun1 reglum sé framfylgt að öðn1 leyti en því að mikið af kraeð0 veiðist oft ísvokölluðum bris ingsveiðum Norðmanna. $e kræðan ekki yfir 50% aflans e| hann talinn brislingur. Norðursjónum er leyfileg laB' marksstærð síldartil löndunar 20 cm. Auk þess er bannað a° landa síld til bræðslu. Eigi a° síður hafa ólöglegar veiðar a smásíld verið mjög miklar eins og að framan hefur veri° greint. Veiðar í Norðursjó 3 134-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.