Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 6
114 ÆGIR 3/91 Sjávarútvegurinn 1990 • Sjávarútvegurinn 1990 Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri: Sjávarútvegurínn 1990 Að vanda birtist í þessu hefti Ægis og því næsta yfirlit, sem ýmsir forráðamenn sjávarútvegs- ins hafa tekið saman um gang útgerðar og fiskiðnaðar s.l. ár, stöðu greinarinnar og útlit. Færi ég viðkomandi bestu þakkir fyrir skýrar og vel samdar greinar. Við áramót Árið 1990 var íslensku þjóðinni gjöfult. Sjöunda árið í röð fór heiIdaraflinn yfir 1.500 þús. lestir. Áætlaður ársafli er nánast sá sami og 1989. Á vetrarvertíðinni var tíðarfar hagstætt og því góð nýting á veiðitíma. Tvennt vekur athygli þegar litið er á niðurstöður ársins. Aflaárin sjö fylgja kvótaárunum sjö, en einkum vekur athygli hin mikla aukning útflutningsverð- mæta á ári hins stöðuga gjaldeyr- isverðs. Þetta ber að þakka miklum og verðmætum botnfisk- afla, mikilli eftirspurn og hækk- andi verði. Samkvæmt áætlun er verðmæti aflans upp úr sjó um 47.5 millj- arðar króna, en var 1989 37.3 milljarðar og hefur því aukist um rúmlega 27% milli ára. Þá er áætlað að andvirði útflutn- ings verði um 71.6 milljarðar króna á móti 58.3 milljörðum 1989, aukning um tæpð 23%. Þorskaflinn verður um 331 þús- und lestir, sem er um 23 þúsund lestum minna en 1989, en þá var hann 354 þúsund lestir. Sam- dráttur í þorskafla hefur afgerandi áhrif, því oft hefur hann gefið 40- 45% af heildarútflutningsverð- mætunum. Ýsuaflinn eykst um 6.6% frá fyrra ári, eða úr 62 þúsund lestum í 66 þúsund lestir. Þá eykst ufsaaflinn um 20%. Hann var 80 þúsund lestir árið 1989, en verður nú um 96 þúsund lestir og er þetta mesti ufsaafli sem fengist hefur á einu ári. Karfaaflinn er 97 þúsund lestir á móti 93 þúsund lestum og kemur þessi aukning aðallega frá úthafs- veiðum á karfa. Grálúðuaflinn hrynur úr 58 þús- und lestum 1989 niður í 37 þús- und lestir. Rækjuaflinn eykst um 2.3 þús- und lestir og verður nú 29.3 þús- und lestir. Loðnuaflinn brást á haustvertíð eins og í fyrra og verður nú ársafl- inn um 20 þúsund lestum meiri, eða 687 þúsund lestir. Vegna sölutregðu á síld til manneldis var síldarkvótinn ekki veiddur, eða aðeins 88 þúsund lestir á móti 97 þúsundum lesta i fyrra. Til fróðleiks fylgir hér með tafla I og II sem sýna aflatölur hrá- efnis og útflutningsverðmæti s.L ~ ár. Um áramótin tóku gildi ný lög um stjórn fiskveiða. Frá því kvóta- kerfið var tekið upp í ársbyrjun 1984 hafa verið sett ný lög og all- viðamiklar breytingar gerðar með tilliti til reynslunnar. Til undirbún- ings seinustu lagasetningar var tekinn miklu lengri tími en áður. A ársþingum og aðalfundum helstu hagsmunaaðila sjávarútvegsins náðist góð samstaða og sátt um til- lögugerð í sambandi við fram- komið frumvarp, og var í flestum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.