Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1991, Page 12

Ægir - 01.03.1991, Page 12
120 ÆGIR 3/91 Með nýjum lögum er komin ákveðin niðurstaða, sem allvíðtæk samstaða er um. Atvinnutryggingarsjódur og Hlutafjársjóður í gegnum þessa sjóði fóru rúm- lega 9 milljarðar króna í skuld- breytingar, lán og endurfjár- mögnun sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrirsjáanlegt er að stór hluti af þessu fé mun verða erfitt að inn- heimta eða innheimtist ekki. Það fór mikilvægt tækifæri forgörðum til hagræðingar þegar þessir sjóðir tóku til starfa. Það virtist hafa verið meginmarkmið þessara sjóða að viðhalda öllu óbreyttu í greininni, en nýta ekki tækifærið til hag- ræðingar innan sjávarútvegsins. Hagræðingarsjóður Ný lög um Hagræðingarsjóð tóku gildi á árinu í tengslum við ný lög um fiskveiðistjórnun. Þessi lög voru sett þrátt fyrir andstöðu hags- munaaðila í sjávarútvegi. Svo virt- ist sem lög um Hagræðingarsjóð væri forsenda þess að hægt væri að fá lög um fiskveiðistjórnun samþykkt á Alþingi. Sú nýjung er tekin upp með þessum lögum að sérstökum sjóði er úthlutaður kvóti til ráðstöfunar auk peninga- legra eigna Aldurslagasjóðs og Úreldingasjóðs. Hlutverk þessa sjóðs er að stuðla að hagræðingu í sjávarútvegi. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins Þá voru samþykkt ný og breytt lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarút- vegsins. Meginbreytingin á sjóðn- um er m.a. að nú hafa öll fyrirtaeki sérstakan reikning, sem þau greiða inn á og fá greitt út af þegat tilefni til útgreiðslu skapast. Þá var gerð breyting á stjórn sjóðsins, þar sem stjórnarmönnum var fækkað og ríkisfulItrúum fengin meiri- hlutastjórn sjóðsins. Kjarasamningar Gengið var frá kjarasamningun1 við sjómenn í árslok 1990. Þessir samningar voru í samræmi við Þa þjóðarsáttarsamninga, sem al' mennt var búið að gera í landinu- Þó ber þess að geta að kjör sjO' manna almennt hafa batnað meira en hjá öðrum stéttum vegua mikillar hækkunar á fiskverði. Hér að framan hefur veri stiklað á nokkrum helstu atriðun1 er vörðuðu afkomu útgerðar a árinu 1990. Afkoma greinarinnar hefur á ný batnað til muna eft,r kollsteypuna 1987 og 1988. Vou andi nýtist þessi uppsveifla at' vinnuveginum til þess að Ia8a slæma fjárhagsstöðu sína, ett'r tapáratuginn mikla. n □. MUSTAD Er SÖIM A S ÓJ$K LINUVEIÐIMENN A íslenska markaðinum eru bæði upprunalegi línu- öngullinn frá MUSTAD og eftirlíkingar. Ykkur til leið- beiningar viljum við benda á að neðangreindir aðilar hafatil sölu MUSTAD línuöngla. Athugið að önglar- nir séu í umbúðum merktum MUSTAD. Mustad önglar fást hjá: Landssamband ísl. útvegsmanna Kristján Ó Skagfjörð Þorlákur Skaftason hf. Steinavör hf. Heildv. Jón Ásbjörnsson hf. Verzlun O. Ellingsen hf. íslenskar sjávarafurðir hf. Netasalan hf. Neptúnus hf. Seifur hf. Sandfell hf., Akureyri Sandfell hf., ísafirði - VARIST EFTIRLÍKINGAR -

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.