Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1991, Page 14

Ægir - 01.03.1991, Page 14
122 ÆGIR 3/91 Hannes Hall: Skreiðarframleidslan árið 1990 Mikill samdráttur var á skreiðar- framleiðslu fyrir Ítalíumarkaðinn á árinu 1990. Samkvæmt bráða- birgðaskýrslum Fiskifélagsins, 31. ágúst 1990, höfðu 2.776 tonn af fiski uppúr sjó farið til skreiðar- verkunar, eða nálægt 375 tonnum af fu11verkaðri skreið. Þorskur, sem aðallega er þurrk- aður fyrir Ítalíumarkaðinn var á sama tímabili 325 tonn af fullþurri skreið á móti 1.600 tonnum á ár- inu 1989. Einnig hafa verið verkuð rúm- lega 4.000 tonn af þurrkuðum hausum, en það er talsverð aukn- ing frá árinu á undan. Útflutningur og verðmæti skreið- ar og hausa árið 1990, og til samanburðar árið 1989, var eins og meðfylgjandi tafla sýnir: Ítalía Eins og fram kemur í töflunni fást rúm 82% af söluverðmæti skreiðarinnar frá Ítalíu og rúm 69% á árinu 1990. Er hann því okk- ar mikilvægasti skreiðarmarkaður í dag. Eins og áður sagði dróst fram- leiðslan mikið saman, eða um nærri 80%. Ástæðan er sú, að um áramótin 1989/90 voru óseldar birgðir frá árinu 1989 6-700 tonn. Af þessum gömlu birgðum seldust um 500 tonn á árinu 1990 og voru því enn óseld 100-200 tonn um s.l. áramót. Allt leit út fyrir að skreiðin sem verkuð var á s.l. ári væri mjög vel verkuð, en þegar útbleytingamenn á Ítalíu fóru að bleyta hana út, kom í Ijós að leyndir gallar voru í henni sem ekki var hægt að sjá á ytra útliti. Þessi áföll sem framleiðendur hafa orðið fyrir á s.l. tveimur árum á sölu skreiðar til Italíu valda því að allt útlit er nú fyrir að þessi fram- leiðsla dragist enn meira saman. Neyslan á Ítalíu hefur verið nokkuð jöfn undanfarin 3 ár, 3500-3800 tonn, og eigum við að geta átt þarna markað sem tekur við 700-1000 tonnum á ári á góðu verði, ef rétt er að honum staðið. Það er mín skoðun, að þessir erfiðleikar sem við höfum átt í á þessum markaði s.l. tvö ár, sé að mestu heimatilbúinn, því að við- kvæma markaði má eyðileggja á stuttum tíma með misvitrum ráð- stöfunum, og það getur tekið lang- an tíma að byggja þá upp aftur. Norðmönnum hefur gengið vel að selja sína framleiðslu til Ítalín og hefur framleiðsla þeirra verið 1989 1990 Verðm. Verðm- Tonn m.kr. Tonn m.kr. Danmörk 8,5 1.3 21,9 3.6 Noregur - - 21,0 10.5 Svíþjóð - - 0,2 0.0 Belgía 0,9 0.3 15,4 12.2 Bretland 1,8 0.5 8,8 2.4 Frakkland 11,6 10.0 8,0 6.8 Grikkland 1,5 0.6 - - Flolland 0,4 0.2 6,2 2.0 Ítalía 1.049,1 643.5 751,7 478.8 lúgóslavía 87,5 34.7 100,1 46.9 Spánn - - 0,2 0.1 Bandaríkin 30,0 9.8 37,1 14.8 Kanada 0,8 0.6 2,0 1.8 Benín - — 8,1 1.9 Kamerún 76,7 19.6 60,3 16.3 Nigería 253,5 51.8 490,5 80.0 Ástralía 22,5 10.9 22,5 12.8 Hausar til Nigeríu 1.544,8 2.387,5 783.8 243.8 1.554,0 4.561,6 690.9 4677 3.932,3 1.027.6 6.115,6 1.158.6

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.