Ægir - 01.03.1991, Page 16
124
ÆGIR
3/91
Jón Ólafsson:
Fiskmjöls- og
lýsisframleiðslan 1990
Veiöar
Metveiði, óvissa og veiðibann,
allt sem gjarnan einkennir mjöl-
og lýsisiðnaðinn, einkenndu árið
1990. Þar sem iðnaðurinn er
algerlega háður veiðum úr stofni
skammlífra flökkuuppsjávarfiska
er ekki á vísan að róa með það
aflamagn sem til skiptanna er
hverju sinni. Á árinu sýndi loðnan
sem aldrei fyrr hversu erfitt er að
reiða sig á hana í áætlanagerð og
framtíðarskipulagningu iðnaðar-
ins.
Eftir nánast algert hrun haust-
veiða 1989, þar sem loðnuaflinn
varð einungis 54 þús. tonn saman-
borið við rúm 300 þús. hvort
haust síðustu tvær vertíðir á
undan, var mikil spenna um ára-
mótin. Skipin héldu til veiða strax
á nýju ári og var nánast mokveiði
strax frá fyrsta degi. Skilaði vetrar-
vertíðin 612 þús. tonna afla og er
það met á vetrarvertíð frá því
loðnuveiðar hófust hér við land.
Samt sem áður var ekki lokið við
að veiða allan kvótann. Voru rúm
90 þús. tonn óveidd þegarveiðum
lauk. Öllum þessum afla var
landað innanlands að frátöldum
25 þús. tonnum sem var landað í
Noregi, Færeyjum, Danmörku og
Skotlandi. Það, að ekki var meiru
landað erlendis, helgast líklega af
tvennu. Annars vegar að íslenskar
verksmiðjur teygðu sig til hins ýtr-
asta í hráefnisverði og hins vegar
var ekki tími til langra siglinga.
Á vormánuðum gáfu fiskifræð-
ingar út kvóta fyrir vertíðina 1990
til 1991. Sá loðnukvóti hljóðaði
upp á 600 þús. tonn. í hlut okkar
íslendinga komu 78% en 22%
skiptu Norðmenn og Grænlend-
ingar jafnt skv. samningi þjóð-
anna. Keypt voru 6.500 tonn at'
hluta Grænlendinga og var heild-
arkvóti íslendinga því 475 þús.
tonn. Haustveiðar gengu mjög
erfiðlega. Fjöldi loðnubáta hóf leit
og veiðar og að auki hélt Hafrann-
sóknastofnun úti skipum við leit
og mælingar. Hefur aldrei verið
lagt út í viðameiri rannsóknir á
útbreiðslusvæði loðnunnar af
hálfu stofnunarinnar. En allt kom
fyrir ekki. Hrygningarstofn loðn-
unnar sem fannst var blandaður
yngri árgöngum og því erfitt að
veiða hann án þess að ganga á
yngri árganga um leið. í byrjun
desember opinberaði Hafrann-
sóknastofnun niðurstöður haust-
mælinga á hrygningarloðnu.
Hafði stofnunin einungis mælt
360 þús. tonn, en hún telur að
400 þús. tonn þurfi til hrygningar.
Lagði stofnunin því til veiðibann,
en til þess kom þó ekki þar sem
skipin hættu sjálfviljug veiðum í
byrjun desember. Einungis höfðu
þá veiðst 83.500 tonn frá því
veiðar hófust í október.
Rúm 80 þús. tonn af síld voru
veidd á haustinu. Af þeim afla fóru
í bræðslu um 34 þús. tonn af heil-
síld og 14 þús. tonn af síldarúr-
gangi. Hefur síldin verið góð
búbót fyrir margar verksmiðjur
þegar haustveiðar á loðnu hafa
brugðist sem raun hefur verið síð-
ustu tvær vertíðir.
Mjölframleiðsla
Eins og að ofan greinir skiptust á
skin og skúrir í loðnuveiðum. Síld-
veiðar gengu eðlilega og hlutfall
síldar í bræðslu var svipað og árið
áður. Samdráttur er í annarri mjöl-
framleiðslu.
Framleiðslan skiptist þannig síð-
ustu tvö árin:
1989 1990
lonn tonn
Þorskmjöl 26.758 23.600
Karfa-/spærl.mjöl 1.619 1.190
Loðnumjöl 109.899 114.850
Síldarmjöl 5.918 9.500
Samtals 144.194 149.140
í töflunni hér að ofan verður að
hafa fyrirvara varðandi framleiðsH
síldar- og loðnumjöls. Við vinnslu
er mjög algengt að hráefni bland-
ist saman og því erfitt að sundur-
greina milli mjöltegunda. Frarn-
leiðslutölur fyrir árið 1989 eru
teknar úr Útvegi FÍ og má ætla að
um 3.000 tonn af síldarmjöli haf'
færst yfir á aðra mjölframleiðslu
það ár.
Búklýsisframleiðsla
Þar sem haustveiðar á loðnu