Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 24
132 ÆGIR 3/91 og keilu, tegundum sem hér áður fyrr var litið á sem nokkurs konar afgangstegundir. Fiskmarkaðir hafa þannig stuðlað að betri nýtingu fisktegunda og aukið verðmæta- sköpun á vannýttum tegundum. Fiskmarkaðir hafa leitt til fleiri og smærri fyrirtækja sem nýta sér- hæfingu, lítið pláss og þar með litla innri flutninga og ódýra yfir- byggingu. Sú kenning er til innan sjávarút- vegsins, sem höfundur þessarar greinar hefur talað fyrir, að fisk- vinnslufyrirtækin myndu þróast í tvær áttir. Annars vegar í mjög stórar ein- ingar sem hefðu mörg skip og nýttu stærð sína til hagkvæms reksturs. Hins vegar í smærri fyrirtæki sem sérhæfðu sig í framleiðslu, oft lítil fjölskyIdufyrirtæki með bein- um markaðstengslum og sölu sem leggðu mikla áherslu á gæðafram- leiðslu til fárra kaupenda. Þessi kenning gerir ráð fyrir að millistærð af fyrirtækjum með einn togara eða tvo báta, svo og nokkuð stærri fyrirtæki, sem vinna allan „sinn afla", muni eiga veru- lega erfitt uppdráttar og ekki standast samkeppni við hlið hinna tveggja gerða fyrirtækja sem áður voru nefnd. Margt bendir til, að þetta eigi við rök að styðjast. Þróun síðustu ára staðfestir þetta, m.a. rekstrar- erfiðleikar millifyrirtækjanna og uppgangur fiskmarkaða, sem hefur leitt til smærri fyrirtækja. Einnig hafa fyrirtæki sameinast og myndað stærri einingar, eins og samruni fyrirtækja í Reykjavík og á Akranesi sýnir. Tafla 4 sýnir fjölgun vinnslu- stöðva í nágrenni fyrstu fiskmark- aðanna. Af töflunni má glöggt ráða hve vinnslustöðvum hefur fjölgað í ná- grenni markaðanna á síðustu ár- um. Þannig var heildarfjöldi svip- aður frá 1983 til 1986 eða á milli Fjöldi fiskvinnslustöðva 1981-1990 Reykja- Hafnar- Kópa- Sam- vík fjöröur vogur tals 1981 10 14 4 28 1982 14 18 5 37 1983 18 20 5 43 1984 16 19 3 38 1985 18 17 5 40 1986 20 20 7 47 1987 26 26 7 59 1988 27 26 6 59 1989 30 25 7 62 1990 30 32 10 72 Tafla 4: Fjöldi fiskvinnslustöðva 1981-1990. 38 til 47 en fjölgar frá 1986 til 1990 verulega eða í á 8. tug fyrir- tækja. Þetta segir vitaskuld ekkert um afkastagetu fyrirtækjanna. Því sjónarmiði hefur stundum verið haldið fram, að fiskvinnslu- fyrirtækjum eigi að fækka til að ná fram betri nýtingu fjárfestinga, þar sem afli mun ekki aukast á næstu árum. Höfundur þessarar greinar er ekki sammála þessu, enda geta smærri einingar oft náð meira út úr hráefninu einmitt vegna smæð- ar sinnar, eins og áður hefur verið vikið að. Það er ekki hægt að al- hæfa um hagkvæmustu stærð fyrir- tækja. Innri flutningar og gæöamál Nefna má einn þátt sem lítill gaumur hefur verið gefinn, en er athyglisverður ekki hvað síst áhugafólki um vörustjórnun, skipulag og rekstur fyrirtækja. Hefðbundin fiskvinnslufyrirtæki eru yfirleitt byggð fyrir alllöngu og á tíma óverðtryggðra lána og of- fjárfestinga. Stærð eldri fiskvinnslu- stöðva í fermetrum er yfirleitt mjög mikil. Þetta þýðir langar flutninga- línur innan fyrirtækis, sem aðeins að hluta eru vélvæddar. Ekki er samfellt vélvætt flæði á framleiðslu- vörum í íslenskum fiskvinnslufyrir- tækjum og reyndarekki í langflest- um öðrum greinum iðnaðar hér- lendis. Þessir innri flutningar kosta mjög mikið auk óhagræðis í allri vinnsluuppbyggingu. Það er með fiskvinnslu eins og annan rekstur. Hann leitast við að fylla út í allt það pláss sem til staðar er. Skýrasta dæmið um áhrif vöru- stjórnunar og hagræðingar í fisk- vinnslu eru frystitogarar. Það eru einkum þrjár ástæður fyrir góðu velgengi þeirra. í fyrsta lagi er unnið allan sólar- hringinn, í öðru lagi er alltaf unnið úr nýje hráefni, í þriðja lagi eru flutningaleiðir mjög litlar og skipulag með afbrigð- um gott í vinnslurásinni, sem or- sakast af því takmarkaða rými sem til staðar er. Þessar litlu innri flutningaleiðit spara verulega fjármuni og eru einnig helstu kostir lítilla fyr>r' tækja sem nýta umhverfi oft mikle betur en „víðáttumikil" fyrirtæki- Svo að aftur sé vikið að áhrifum fiskmarkaða á fiskvinnslu, þá eru áhrif á gæði mjög mikilvæg. Eðli uppboðsmarkaða á vöru, sem er hætt við skjótum skemmdum, er að gæði skipta verulega máli. Lak- ari gæði seljast almennt á lægra verði og þar sem markaður er hreinsaður á hverjum degi, þ-e' ekki er geymt frá einum markaðs- degi til annars, þá getur meira að segja farið svo að varan seljist aNs ekki. Reynsla fiskmarkaða hér er að gæði fisks hefur áhrif á verð, en minna en ætla mætti. Ástæðan er sú, að umframeftirspurn hefur verið á mörkuðunum mikinn hluta starfstíma þeirra, sem kemur auð- vitað fram í háu verði. Sú skoðun er fyllilega réttm^1 að fiskmarkaðir stuðli að háui11 gæðum með bættri meðferð fisks | fiskiskipum, í löndun, í flutningi ti og frá markaði og í fiskvinnslu. Hátt verð á fiskmörkuðum hefö{
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.