Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1991, Síða 28

Ægir - 01.03.1991, Síða 28
136 ÆGIR 3/91 árum og bæði auka eigið fé fyrir- tækja og örva áhuga landsmanna á sjávarútvegi. Með starfsemi fiskmarkaðanna getur duglegt fólk lagt til fjármuni sína og tekið þátt í úrvinnslu þess- arar mestu auðlindar okkar, stofn- aðfyrirtæki, þróað framleiðslu, og tapað eða grætt. Þetta er einna ánægjulegast við fiskmarkaðina; það er að sjá hópa af nýju fólki, oft ungu, sem vill hasla sér völl í þessari mjög svo fjölbreyttu atvinnugrein. Vitanlega eru fiskmarkaðir ekki lausn á öllum vandamálum sjávar- útvegs, en þeir stuðla að betri nýtingu takmark- aðrar auðlindar, auka verðmætasköpun og eru frjáls viðskipti fyrir opnum tjöldum. Allt þetta er hluti af svari sjávar- útvegsins að bæta lífskjör hérlendis og takast á við aukna samkeppni framtíðarinnar. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. Grein þessi er byggð að hluta til á erindi, sem höfundur hélt i febrúar síðastliðnum á ráðstefnu Hagræðingarfélags íslands og Að- gerðarannsóknafélags Islands um vörustjórnun í matvælaiðnaði. Stuðst er við töluleg gögn og upp- lýsingar frá Fiskifélagi íslands, Verk- fræðiskrifstofunni Streng hf, Fiski- fréttum og Þjóðhagsstofnun. Treystu engum betur en Flugleiðum fyrir viðkvæmum og dýrmætum farmi Fraktvélar Flugleiða fljúga á sunnu- dögum, og oftar ef þarf, til og frá Evrópu, nánar tiltekið Oostende í Belgíu. Burðargeta fraktvélanna er 45 tonn og því eru þessar ferðir tilvaldar fyrir þá sem þurfa að flytja vörur í stórum einingum eða miklu magni. Starfsfólk Flugleiða aðstoðar við- skiptavini sína fúslega við að koma fraktinni á endanlegan áfangastað ef á þarf að halda. Daglegt áætlunarflug Flugleiða er síðan til 15 landa og þangað flytja Flugleiðir að sjálfsögðu einnig frakt. Nánari upplýsingar í síma 690 101. FLUGLEIDIR F R A K T i í á Evrópumarkað

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.