Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.1991, Blaðsíða 38
146 ÆGIR 3/91 Bretar sóttust mest eftir hér við land. Þorskur hefur jafnan verið sú fisktegund, sem mestu máli hefur skipt í fiskafla við íslandsstrend- ur. Við vitum ekki, hve stór þorskstofninn var um 1920, en ekki er ósennilegt að hann hafi verið a.m.k. tvær til þrjár millj- ónir tonna. Tafla IV sýnir heild- arþorskaflann á íslandsmiðum á árunum 1919—1938 og er henni skipt í tímabil á sama hátt og hinni næstu á undan. Samanburður á töflum III og IV sýnir glöggt hve stór hlutur þorskaflans var í heildaraflanum. Af þessari töflu má sjá, að íslendingar veiddu jafnan mest allra þjóða af þorski og á árunum 1924-1933 veiddu þeir nær helmingi heildaraflans. Bretar veiddu tæp þrjátíu prósent heildaraflans á árunum 1924- 1928 og þrjátíu og fimm prósent á síðasta tímabilinu, 1934— 1938. Þá hafði afli á öðruni teg- undum, sem meiri vinsælda nutu á breskum fiskmörkuðum, dreg- ist saman og því sóttu bresku tog- ararnir meira í þorsk en áður. Af töflunni er Ijóst, að þorsk- aflinn jókst mikið frá 1919 og allt fram til 1933 og ef litið er á ein- stök tímabil kemur í Ijós, að á því fyrsta var meðalársaflinn 222.000 tonn, en 340.000 á því riæsta. Á þriðja tímabilinu, 1928-1933 var meðalársaflinn 477.000 tonn, en 1933 veiddust 518.000 tonn af þorski, eða meira en nokkurt annað ár á því skeiði, sem hér er um fjallað. Eftir það hnignaði veiðinni mikið og á síðasta fimm ára tímabilinu, 1934-1938, nam meðalársaflinn „aðeins" 347.000 tonnum. Þessar tölur gætu óneitanlega bent til þess að sóknin hafi ekki haft mikil áhrif á þorskstofninn og svo gæti virst sem hann hafi, um 1930, náð sér vel á strik eftir hnignunina, sem tölur um afla Breta á sóknareiningu sýndu að átti sér stað um 1926. Skýrining á hinum mikla þorskafla á fyrstu árum 4. áratugarins mun hins vegar vera sú, að þá gekk mikið af þorski frá Grænlandi á íslandsmið og varð það til þess að aflinn jókst, án þess að íslenski þorskstofninn efldist í sjálfu sér.5 Þegar þessi „liðsauki" var uppétinn minnkaði aflinn aftur. Saga hinna tegundanna tveggja, ýsu og kola, var sorg- legri, en þessir stofnar voru báðir miklu minni og viðkvæmari en þorskstofninn og hvorugum barst liðsauki annars staðarfrá. Ýsuafl- inn á tímabilinu er sýndur í töflu V. Samanburður á þessari töflu og töflu II sýnir, að ýsustofninn hrundi eftir 1927. Á árunum 1919-1923 var meðalársafli af ýsu 42.000 tonn en jókst í 45.000 á árunum 1924-1928. Eftir það fór aflinn minnkandi, meðalársafli var 40.000 tonn á árunurr\ 1929- 1933 en aðeins 25.400 tonn á ár- unum 1934-1938. Heildaraflinn á síðasta tímabilinu var aðeins lið- lega helmingur (56.3%) þess sem hann var á árunum 1924-1928. Hér verður varla öðru um kennt en of mikilli sókn og enginn ein þjóð getur fremur talist ábyrg fyrir hruni stofnsins en Bretar, sem veiddu meira af ýsu en aðrar þjóðir samanlagt. Hlutdeild þeirra í heildaraflanum var jafnan milli 54 og 60%, enda var ýsan jafnan í mun hærra verði á breskum fisk- Tafla IV. Þorskafli á íslandsmiðum 1919-1938 (000 tonn) Tímabil ísland Bretland Þýskaland Aðrir Samtals 1919-1923 480 251 66 311 1.108 1924-1928 831 499 162 207 1.699 1929-1933 1.142 583 308 351 2.384 1934-1938 752 601 169 210 1.733 Heimildir: Bulletin Statistique 1919-1938; Fiskiskýrslur og hlunninda 1923-1925. Tafla V. Ýsuafli á íslandsmiðum 1919-1938 (000 tonn) Tímabil Island Bretland Þýskaland Aðrir Samtals 1919-1923 63 114 34 1 211 1924-1928 48 133 44 2 226 1929-1933 41 110 47 4 210 1934-1938 25 75 20 6 127 Heimildir: Bulletin Statistique 919-1938; Fiskiskýrslur og hlunninda 1923- 1925. Tafla VI. Kolaafli á íslandsmiðum 1919-1938 (000 tonn) Tímabil ísland Bretland Þýskaland Aðrir Samtals 1919-1923 4 31 1 0 36 1924-1928 3 28 2 1 34 1929-1933 5 26 2 2 34 1934-1938 5 18 0 2 25 Heimildir: Builetin Statistique 1919-1938; Fiskiskýrslur og hlun ninda 1923 -1925.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.