Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1991, Síða 40

Ægir - 01.03.1991, Síða 40
148 ÆGIR 3/91 íslandsmiðum á árunum milli stríða, en einnig veiddu þeir ávallt nokkuð af ufsa, lúðu og steinbít, auk annarra tegunda. Er þá ekki annað eftir en freista þess að draga saman niðurstöður málsins. III. Megintilgangurinn með þessari rit- gerð var að kanna sókn breskra togara á íslandsmið á millistríðsár- unum og áhrif hennar á fiskstofn- ana. Má segja, að Bretar liggi hér betur við höggi en aðrar þjóðir, sem miðin sóttu, vegna þess að þeir urðu öðrum fyrri til að taka upp nákvæma skýrslugerð, sem gerir okkur kleift að mæla afla þeirra á tonn togtíma frá einu ári til annars, en með þeirri aðferð má sjá hver áhrif sóknarinnar á fisk- stofnana voru. Tölur byggðar á skýrslum Breta sýna, að sókn þeirra á miðin hér við land nær tvöfaldaðist á tíma- bilinu 1924-1937. Afli á sóknar- einingu náði hámarki 1925, er hann varð 3.583 tonn, en minnk- aði verulega árið eftir og fór síðan minnkandi allt fram til 1930. Þá varð aftur vart IítiIsháttar aflaaukn- ingar og fram til 1936 var afli á milljón tonn togtíma tiltölulega stöðugur, um 2.000 tonn á ári. Síðasta árið, sem tiltækar skýrslur ná yfir, 1937, var aflinn á sóknar- einingu hins vegar minni en nokkru sinni fyrr, eða 1.451 tonn. Þessi þróun gat vitaskuld ekki stafað af öðru en því að þegar um 1926 var sóknin orðin of mikil. Þá tók fiskstofnunum að hnigna, þeir náðu ekki að endurnýja sig með 140 fet, 600 hö, 1924 eðlilegum hætti og veiðin byggðist í æ ríkari mæli á yngri og smærri fiski en áður. „Batinn", sem menn gátu þóst greina um 1930 stafaði einvörðungu af því að þorskaflinn jókst að nýju og virðast stórar þorskgöngur frá Grænlandi hafa valdið mestu í því efni. Þegar liðs- aukinn frá Grænlandi var uppét- inn, um miðjan 4. áratuginn, snar- minnkaði aflinn á ný. Aðrir meginstofnar, ýsa og koli, fengu 172 fet, 950 hö, 1936 178 fet, 950 hö, 1939 Þróun t smíði breskra togara 1910-1936. Poki 2 Bobbingar og grandari 3 Flotkúlur á höfuðlínu 4 Vængir 5 Ross 6 Hanafótur 7 Hleri 8 Togvír Teikning af hleravörpu í togi

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.