Ægir - 01.03.1991, Page 52
160
ÆGIR
3/91
Unnur Skúladóttir:
StærÖ rækju við kynskipti
og eggburðartímabil við
mismunandi sjávarhita
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir niðurstöðum um stærð rækju,
Pandalus borealis, við kynskipti á
nokkrum svæðum við ísland og
botnhita að sumri til. Einnig verða
sýnd eggburðatímabil á 4 svæðum
og skoðuð ársmeðaltöl botnhita á
sömu svæðum. Þetta eru dæmi
um áhrif sjávarhita á þroska rækj-
unnar sjálfrar annars vegar og
þroska eggjanna hins vegar. Allar
tilvitnanir í rækju hér á eftir eiga
aðeins við eina af mörgum rækju-
tegundum eða tegundina Panda-
lus borealis.
Kynskiptaferlar
Þroski rækju er m.a. metinn
eftir því á hvaða aldri og við hvaða
stærð rækjan skiptir um kyn úr
karldýri yfir í kvendýr. Hér verður
efnið takmarkað við þennan þátt í
þroska rækjunnar, sem nota má
m.a. til að sjá mun á stofnum.
Áður hefur verið gerð tilraun til að
meta á hvaða aldri rækjan hrygnir
í fyrsta sinn á mörgum grunn-
slóðarsvæðum og fáeinum úthafs-
svæðum (Unnur Skúladóttir og
Einar Jónsson 1980). Aldursgrein-
ingaraðferðir hafa töluvert verið
bættar síðan þá og þarf að endur-
skoða aldursgreiningu og hlutfall
sem hrygnir í hverjum aldursflokki
á ýmsum þeim svæðum sem þar
eru nefnd. Þá var einnig svipað og
hér reiknaður út kynskiptaferiH
eftir lengd á sömu svæðum fyr,r
veturna 1977-1978 og 1978-
1979. Kynskiptaíerillinn var reikn-
aður þannig út að tekið var hlut-
fallið milli kynþroska kvenrækjn
og allra stiga rækju í sama lengd'
arflokki. Síðan var einn s-laga
kynskiptaferi11 teiknaður fyrir hvert
svæði sams konar og ferlarnir seni
sýndir eru á 4. mynd. Þar var
einnig reiknuð út lengdin þar sem
helmingur dýranna var orðinn
kynþroska kvenrækja. Þetta er nn
kölluð helmingskynskiptalengd'
skammstafað hkl (áður kallað
helmingskynþroskalengd hrygna)-
Einnig var í sömu grein yfirlit yf'r
ÍSAFJARÐARDJÚP 1
HÚNAFLÓI
SKAGAFJÖRÐUR
AXARFJÖRÐUR
DOHRNBANKI
NORÐURKANTUR 6
VIÐ KOLBEINSEY
EYJAFJARÐARÁLL
VIÐ SPORÐAGRUNN
SKAGAFJARÐARDJÚP l0
VIÐ GRÍMSEY l\
SLÉTTUGRUNN
LANGANESDJÚP
BAKKAFLÓADJÚP
HÉRAÐSDJÚP 15
1. mynd. Helmingskynskiptalengd (hkl) var borin saman a' árinu 1988 á ofan-
greindum 15 hefðbundnum svæðum.