Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1991, Page 22

Ægir - 01.05.1991, Page 22
246 ÆGIR 5/9' lögmál. Þar er verið að nýta auð- velda aðferð til að ná skyndilegum verðhækkunum. Ný flutningatækni og takmarkanir á veiðum Evrópu- þjóða vegna útfærslu landhelgi í 200 sjómílur, leiddi til stóraukins útflutnings á ísfiski á árunum 1985-1987. Þegar minnkandi framboðs helstu tegunda botnfisks úr N-Atlantshafi fór að gæta, þá komu áhrif þess fyrr fram á ísfisk- mörkuðum í Evrópu, en á hefð- bundnari mörkuðum Islendinga með unninn fisk. Afþessu leiddi að sundur dró með verði á ísfiski og verði á unnum afurðum allt frá árínu 1988. Þegar gekk svo á birgðir affrystum fiski og söltuðum, fór að gæta minna framboðs og verð á afurðum botnfiskvinnslu hækkaði. Strax á árinu 1990, varð samdráttur í útflutningi ísaðs botnfisks, er batnandi samkeppnis- stöðu vinnslu fór að gæta. Starfs- menn veiða og vinnslu sem marka stefnu sjávarútvegsins ættu að hafa vakandi auga á verðþróun á tsfisk- mörkuðum Evrópu, því sennilegast er að þaðan berist fyrstu hættu- merkin um væntanlega verð- lækkun sjávarafurða. Á neðra línuritinu á bls. 245 er birt á einni mynd þróun útflutning- sverðmæta í dollurum og SDR, ásamt útfluttu magni sjávarafurða. Skipting útflutningsverðmæta sjáv- arafurða eftir markaðssvæðum A meðfylgjandi stöplariti er sýnd hver hlutdeild helstu markaðsvæða íslenskra sjávarafurða var í útflutn- ingnum á síðustu tveim árum. Til landa innan Evrópubandalagsins voru fluttar út sjávarafurðir frá ís- landi að verðmæti 51.5 milljarðs króna á árinu 1990, eða rúmlega 71% af útflutningi sjávarafurða. Árið áður var hlutur EB í útflutn- ingnum aðeins 59.9%, þannig að þarna hefur átt sér stað stökkbreyt- ing í mikilvægi markaða. Ástæður þessa eru margar og vinna flestar til sömu áttar. Nokkur samdráttur varð í vægi EB-markaðaríns á árínu 1989, vegna tímabundinnar hækk- unar dollarans. Þannig minnkaði hlutur EB úr 61.2% árið 1988 í fyrr- nefnd 59.9% 1989. Skipting útflutnings sjávarafurða eftir markaðssvæðum (Verðmæti) ANNAD 2% ASlA 8% A-EVROPA 3% AMERlKA 12% ANNAD 2% ASIA 10% A-EVROPA 6% AMERlKA 18% 1990 1989 Réttu græjurnar j af n t í Suðurhöfum s e m á Selvogsbanka Ný kynslóð skipavoga Tv ö vigtarsvið - N á k v æ m a r i - Hraðvirkari RÓmíl' Marel hf. Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími: 91-686858 Fax: 91-672392

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.