Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1991, Page 30

Ægir - 01.05.1991, Page 30
254 ÆGIR 5/9' 32 fiskiskip hurfu úr flotanum á árinu, samtals 2.484 brúttórúmlest- ir. 4 skip fórust eða eyðilögðust, 4 voru seld úr landi og 24 fiskiskip voru talin ónýt. Endurmæld skip voru 7 9. Stækk- uðu 14 þeirra samtals um 365 brúttórúmlestir, en 5 minnkuðu samtals um 50 brúttórúmlestir. Við þetta óx því rúmlestatala flotans um 315 brúttórúmlestir. Togarar eru nú tveim færri en árið áður, en hér er ekki um að ræða fækkun í flotanum, heldur voru tveir togarar seldir úr landi á árinu, en togarar sem bættust I flot- ann í þeirra stað, komu í flotann árið áður. Einn togari var lengdur á árinu, og fækkaði með því um einn í minni flokki og fjölgaði um einn í þeim stærri. Á skrá eru því 7 7 3 togarar, þar af eru 80 í minni flokki (undir 500 brúttórúmlestir), en 33 í þeim stærri. Togaraflotinn minnk- aði samtals um 629 brúttórúmlest- ir. Rétt er að ítreka hér að í togara- flotanum er meðaltalið eitt skip (Sjóli HF 18), sem er óvirkur. Flot- inn er því í raun 7 72 skip. Fjölgunin í bátaflotanum I heild er þvi 34 skip. Langmest er fjölg- unin í minnsta flokknum, en bátum undir 13 brúttórúmlestum fjölgaði alls um 50. Þá fjölgaði um tvo báta í flokknum 201-500 brúttórúmlest- ir. I flokkunum þar á milli fækkaði um 18 báta samtals, mest 9 báta í stærðarflokknum 51-110 brúttó- rúmlestir. ístærðarflokkum yfir 500 brúttórúmlestir stendur fjöldinn í stað frá fyrra ári. Ef breytingar á fiskiskipaflot- anum eru skoðaðar eftir landshlut- um þá kemur í Ijós að fjölgun skipa hafi nær eingöngu orðið á Reykja- nesi, óveruleg fjölgun varð á Suðurlandi, Vestfjörðum og Aust- fjörðum, örlítil fækkun á Norður- landi eystra, en fjöldinn stendur í stað á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Á Suðurlandi hefur skipum fjölg- að um tvö. Togaraflotinn stendur í stað, smábátum fjölgar um tíu, en fækkun stærri báta orsakar að í heild minnkar Suðurlandsflotinn um 548 brúttórúmlestir. A Reykjanesi hefur skipum fjölg- Fiskiskipaflotinn Meöalaldur og miötala aldurs 20 að um 29. Smábátum fjölgar um 29, að öðru leyti verða smávægi- legar breytingar á fjölda milli stærðarflokka, en þó fækkar um einn skuttogara af minni gerð. Þrátt fyrir fjölgun minnkar floti Reyknes- inga frá fyrra ári, en aðeins um 76 brúttórúmlestir. Á Vesturlandi stendur fjöldi skipa í stað á milli ára. Togaraflot- inn stendur í stað, smábátum fjölgar um þrjá, og fækkun verður um þrjá í stærðarbilinu 51 til 110 brúttórúmlestir. í rúmlestum talið minnkaði floti Vestlendinga um 345 brúttórúmlestir. A Vestfjörðum fjölgar um tvö skip. Smábátum fjölgar um fimm, en togurum fækkar um þrjá. Tveit þessara togara eru þær eftirlegU' kindur, sem minnst var á hér sð framan, þannig að í raun fækkaf aðeins um einn. Rúmlestatala Vest- fjarðaflotans hefur minnkað un> 718 brúttórúmlestir. Á Norðurlandi vestra var fjöld* skipa óbreyttur frá fyrra ári. Sma- bátum fjölgar um 5 skip, togarafloF inn stækkar um eitt skip, en 1 öðrum stærðarflokkum bata fækkar, mest í stærðarflokknum 21 til 50 brúttórúmlestir. Flotirm stækkar um 272 brúttórúmlestir. Á Norðurlandi eystra fækkar um tvö skip. Togurum fjölgar um einn,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.