Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1992, Page 60

Ægir - 01.07.1992, Page 60
396 ÆGIR 7/92 REYTINGUR Minnkandi rækjustofnar við Grænland Fiskifræðingar ráðleggja Græn- lendingum að minnka sókn í rækju. Við V-Grænland er talið að rækjustofnar hafi minnkað um helming frá árinu 1989, þá var talið að veiðistofninn hafi verið u.þ.b. 200 þúsund tonn en sé nú innan við 100 þúsund tonn. Vegna minni rækjustofna er lagt til að aflinn við V-Grænland verði minnkaður um fjórðung. Fiski- fræðingar ieggja og til að rækju- veiðar við austurströndina verði bannaðar, en þar var leyfilegur kvóti Grænlendinga 13 þúsund tonn á yfirstandandi ári. Ef Græn- lendingum verður bönnuð rækju- veiði við A-Grænland mun ein- ungis leyft að veiða þar 5.000 tonna kvóta sem EB hefur keypt af Grænlendingum. Grænlenskir fiskimenn efast um forsendur fiskifræðinga og segja rækjuna flytja sig milli hafsvæða. Fiskifræðingarnir hinsvegar kanni sömu svæðin ár eftir ár, því sé skýringin á minni stofnstærð í mælingum fiskifræðinga sú að þeir rannsaki ekki þær slóðir sem rækjan sé á. Grænlenskir sjó- menn segja þorskinn nú að mestu horfinn af hefðbundnum miðum og rækjan sé þar víða komin í stað þorsksins og fjölgun hvala við Grænland undanfarin ár valdi miklu um minnkandi rækjuveiði. Hvalirnir éti ungrækjuna þannig að minna magn kemst nú á legg en áður. Fiskifræðingarnir benda á tregari veiði og vaxandi hlutfall smárækju í afla auk þess sem miklu magni af smærri rækjunni hafi verið fleygt á undanförnum árum. Rök sjómannanna eru les- endum Ægis vafalaust kunnugleg. Hækkandi verð á rækju í nýjasta hefti Infofish er spáð hækkandi verði á rækju á heims- markaði. har segir að umtalsverð hækkun á rækju á helstu mörkuð- um hafi átt sér stað á öðrum árs- fjórðungi 1992, eftir að verð hafi verið mjög lágt í upphafi árs. Á Japansmarkaði hafi viðskipti með rækju verið lífleg eftir „Gullnu vikuna", en þá hefur venjan verið að eftirspurn tregðist og rækjuverð lækki. í Bandaríkj- unum sé eftirspurn vaxandi og innflutningur á rækju eykst ört, vegna væntinga um minnkandi framboð á rækju úr Mexíkót'lóa. í Infofish er sagt að hækkandi verð á rækju f Japan og Bandaríkjun- um um mitt árið bendi til verð- hækkana á næstu mánuðum. Ef spár um aukna eftirspurn eftir rækju á heimsmarkaði og minnk- andi veiðar á kaldsjávarrækju við Grænland og Noreg fara eftir gæti íslenskur rækjuiðnaður náð að vinna upp hallarekstur síðustu ára. Er því líklegt að í hönd fari góðæri í þessum iðnaði ef rækjuverð þró- ast eins og spáð er. Sérstaklega í Ijósi erfiðrar stöðu íslenskra botn- fiskveiða og vinnslu um þessar mundir sem vafalaust leiðir til mikillar lækkunar á raungengi á næstu tveimur til þremur árum- Verðþróun mjöls og lýsis í grein í fylgiriti um loðnuveið- ar, með 6. tbl. Ægis 1992, raktj Jón Ólafsson framkvæmdastjór1 Félags íslenskra fiskmjölsframleið' enda þróun verðs á mjöli og ly51 undanfarin ár. Um þessar mundir spá sérfræðingar svo um þennan markað að verð á fiskmjöli og R'51 haldist í það minnsta stöðugt en fari þó sennilega hækkandi a næstu mánuðum. Vaxandi at'li a bræðslufiski á íslandi, Noregi og við S-Afríku vega ekki upp á mót' minnkandi veiðum við Perú. Enn er El Nino að þjaka S-Ameríska fiskimenn, en áhrif breytinga a sjávarstraumum við vestanver S-Ameríku koma þó meira niðu> a fiskveiðum við Perú en við Chi e- Gert er ráð fyrir að afli CWe' manna verði svipaður á yfirstan andi ári og á síðasta ári. Hinsveg ar má gera ráð fyrir að afli vl Perú haldi áfram að dragast sam an. Vægi Perú í heildarfram leiðslu fiskmjöls er það mikió a minnkandi afli þar gerir að ver um að framboð á fiskmjöli a heimsmarkaði verður minna þra fyrir aukna framleiðslu íslendinH og annarra þjóða eins og fyrr s nefnt. Þróun framboðs lýsis á heims markaði þróast í takt við fram 0 ^ á fiskmjöli. Á fyrstu fjórum nian^ uðum ársins olli samdráttur ans)0^ suafla við Perú 230 þúsund tonn<_ samdrætti á framboði lý5'5 ^ heimsmarkaði, eða sem 5arnSW^ ar 4% minnkun framleiðslu. Ej líkum lætur mun minna fram SérstaK- si fisklý; lýsis valda hækkun verðs. lega vegna þess að á ný er farið að skapa sér ákveðna 5 ^ stöðu hjá neytendum vegna a° innar notkunar þess í ti5,<e Vaxandi gengi laxeldis á ÞessU.^a mun væntanlega einnig Ó. , aukna et'tirspurn et'tir fiskmjó 1 hærri gæðaflokkum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.