Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1980, Síða 12
2) Úlfljótur 1956—1975 Höfð var sama viðmiðun og fyrr var lýst. Sleppt var: Afmælis- og minningargreinum, ,,Rekabálki“, og skriflegum prófverkefnum, fréttum frá bæjarþingi og sakadómi Orators, frásögnum af stúd- entaskiptum, nema í þeim væru verulegar upplýsingar, reikning- um, yfirliti yfir störf Orators o. fl. 3) Blað lögmanna 1963—1965, Félagsbréf L.M.F.l. 1967—1971, Fons juris 1974 Úr þessum blöðum var lítið efni tekið. enda birtust aðeins í þeim fáar greinar. Úr lögmannablöðunum tveimur var helst tekið með ýmislegt, sem varðaði lögmannastéttina í heild, svo sem lög Lög- mannafélagsins, gjaldskrár og reglugerðir. 4) Lögfræðingatal. (Rv. 1976), Lögfræðingatal 1736—1963. (Rv. 1963) Nýrra ritið var yfirfarið ítarlega, og þau ritstörf, sem hugsanlega gátu talist lagalegs eðlis og ekki voru komin í áðurnefndum tíma- ritum, skráð á seðla. Lögfræðingatalið frá 1963 var einnig athugað, ef vera kynni, að einhverra ritstarfa væri getið þar, sem ekki kæmu einnig fram í því nýrra. Var allt efni, sem í náðist, skoðað og þá ýmist tekið með í skrána eða því sleppt. 5) Skrá um rit háskólakennara og annarra starfsmanna háskólans og háskólastofnana 1952—1960, 1961—1965 og 1966—1970 Ritstörf, sem þar voru talin, voru könnuð. Það sem hvorki hafði komið fram í Lögfræðingatali né fyrrnefndum tímaritum var skráð á seðla og athugað. Auk þess leyfði Þóra Oskarsdóttir, sem vinnur að nýrri skrá fyrir tímabilið 1971-—1975, að farið væri yfir upp- lýsingar, sem fastir kennarar lagadeildar höfðu sent henni. 6) Árbók Landsbókasafns 1957—1974 Islenskur ritauki, sem safnið flokkaði í 340 (lögfræði), var settur á spjöld. Sérprentum úr íslensku lagatímaritunum var þó sleppt, enda áttu greinarnar þá þegar að hafa komið fram. Sleppt var: Nokkrum greinum, sem fjölluðu um hafréttarmál út frá pólitísku eða efnahagslegu sjónarhorni, en bæklingar og rit utanríkisráðu- neytisins voru þó nær undantekningarlaust tekin með. Greinum og ritum sjórnmálalegs eðlis var hafnað svo og ýmsu öðru smálegu. öllum sérprentuðum lögum og reglugerðum var sleppt, og aðeins voru teknir með í skrána tveir lagabálkar með skýringum, þ.e. 6

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.