Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 10
um ábyrgðarmestu störfum. Árið 1942 varð hann sendiráðsritari í Washington, þar sem Thor Thors var þá sendiherra, en 1944 tók hann aftur við starfi í utan- ríkisráðuneytinu, og nú sem deildarstjóri, en ráðuneytisstjóri var þá Agnar Kl. Jónsson. Árið 1947 var stofnað íslenskt sendiráð í Osló, og starfaði Henrik þar við hlið Gísla Sveinssonar sendiherra til ársins 1949. Þegar þar var komið sögu, ákvað Henrik að kanna nýjar leiðir og fékk leyfi frá störfum í utanríkis- þjónustunni. Hann stofnaði þá eigin málflutningsstofu í Reykjavík. En Henrik hóf fljótlega aftur störf I utanríkisþjónustunni, og 1950-52 starfaði hann sem sendiráðunautur í París, þar sem Pétur Benediktsson var þá sendiherra. Þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti íslands 1952 eftir lát Sveins Björns- sonar, varð Henrik forsetaritari og jafnframt deildarstjóri í utanríkisráðuneyt- inu. Þeim störfum gegndi hann til 1956, en þá varð hann ráðuneytisstjóri, rúmlega fertugur að aldri. Þvi starfi gegndi hann fram í ársbyrjun 1961, en varð síðan sendiherra í London 1961-1965. Eftir það tóku við ellefu ár sem sendiherra í París, en árið 1976 varð Henrik ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins í annað sinn. Árið 1979 tók hann við stöðu sendiherra íslands I Brussel og gegndi henni þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. í utanríkisþjónustunni hafði Henrik með höndum fjölmörg önnur störf en að framan eru nefnd. Venja er að (slenskir sendiherrar hafi umdæmi sem ná til fleiri en eins lands, og oft eru þeir jafnframt sendiherrastörfum fastafulltrú- ar hjá milliríkjastofnunum. Samtlmis störfum sem sendiherra í Bretlandi, Frakk- landi og Belgíu gegndi Henrik störfum sem sendiherra í Egyptalandi, Eþíópíu, Grikklandi, Júgóslavíu, Lúxemborg, Portúgal, á Spáni og hjá Efnahagsbanda- lagi Evrópu og var ennfremur fastafulltrúi Islands hjá Atlantshafsbandalaginu, Efnahags- og þróunarstofnuninni, Evrópuráðinu og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Einnig sat hann fjölmargar millirlkjaráðstefnur og tók oft þátt I samningagerð fyrir íslands hönd. Af öðrum störfum má nefna, að sem ráðuneytisstjóri var hann ritari utanríkismálanefndar Alþingis, og sem forseta- ritari var hann jafnframt orðuritari. Um skeið var hann prófdómari i lagadeild Háskólans. Hann var meðritstjóri Rfkishandbókar 1961 og 1965 ásamt Birgi Thorlaciusi ráðuneytisstjóra, og hann var í nokkur ár meðritstjóri tímaritsins Nordisk Kontakt. Henrik var prýðilegum gáfum gæddur, alúðlegur og hógvær, en jafnframt fastur fyrir, og hann naut hvarvetna virðingar bæði heima og erlendis. Við Henrik höfðum oft samstarf um tillögugerð varðandi skipulagsbreytingar ( ut- anríkisþjónustunni, og komu þá skýrt fram hinir miklu hæfileikar hans, gjör- hygli og rökfesta og einnig þekking hans og reynsla og einlægur áhugi á vel- gengni utanríkisþjónustunnar. Árið 1941 kvæntist Henrik eftirlifandi konu sinni Gígju (Gróu Torfhildi, dótt- ur Jóns Guðmundssonar rafvirkjameistara I Reykjavík og konu hans Guðnýjar, systur Einars Jónssonar myndhöggvara). Þau voru einstaklega samrýnd og samhent, áttu fallegt og aðlaðandi heimili í hvaða landi sem þau bjuggu, gest- risin og vinsæl. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Svein er fetað hefir í fótspor föður síns og afa sem starfsmaður í utanríkisþjónustunni og er nú sendifulltrúi við sendiráð íslands í London, Guðnýju Hrafnhildi sem gift er frönskum manni, Jean Frangois Guérin og Helgu sem er tískuhönnuður í París. Pétur J. Thorsteinsson 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.