Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Síða 12
ÓLAFUR A. PÁLSSON „ ... Ráðhollur og réttsýnn var, reyndur að trúlyndi Svo kvað síra Ólafur Einarsson, Kirkjubæ i Hróarstungu, um síra Einar Sigurðsson, prest I Eydölum, en fáum hygg ég betur lýst með þess- um Ijóðlínum en hinum látna vini mínum, Ólafi A. Pálssyni, er ég nú vil minnast nokkrum orð- um. Ólafur Albert Pálsson, fyrrverandi borgar- íógeti í Reykjavík, lést að heimili slnu hinn 13. janúar 1986. Ólafur var fæddur 13. mars 1910 og var því á 76. aldursári, er lát hans bar að höndum. Foreldrar hans voru Páll Magnússon, sjómaður og múrari, og kona hans Jóhanna María Ebenezersdóttir. Eigi þekki ég vel til ætt- ar hans, en áreiðanlega hafa traustir og göfugir stofnar staðið að uppruna hans. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og embættisprófi I lögfræði við lagadeild Háskóla íslands 1935, hvoru tveggja með miklum dugnaði og sóma. Fyrstu árin eftir embættis- próf stundaði Ólafur ýmis lögfræðistörf, bæði ( Vestmannaeyjum og Reykja- vík, en varð þv( næst fulltrúi lögmanns (síðar borgarfógeta) í Reykjavík, settur borgarfógeti 19. mars 1963 og skipaður til þess embættis 20. maí 1963. Starf- aði Ólafur lengst af við embætti lögmanns, síðar borgarfógeta í Reykjavík, uns honum var veitt lausn frá embætti 10. janúar 1975 frá 1. apríl s.á. Lauk þar með löngum og merkum starfsferli þessa mikilhæfa og vandaða manns. Um langt árabil annaðist Ólafur þinglýsingarstörf við fyrrgreind embætti I Reykjavík, og eru embættisstörf hans á þessu sviði í minnum höfð af öllum, sem til þekktu. Bar þar margt til, frábær þekking á þessu vandasama sviði lögfræði, einstök samviskusemi, vandvirkni og nákvæmni í öllum efnum. Veit ég, að þeir eru margir, sem minnast með virðingu og hlýhug erinda sinna við Ólaf um þessi mikilvægu efni. Það er og sannfæring mín, að Ólafur hafi átt stóran hlut að þeim trausta grunni, sem lagður hefur verið í sambandi við framkvæmd þinglýsinga með embættisfærslu sinni. Segir það víða til sín I samskiptum manna og stofnana. Ætla ég og, að hin mikla þekking hans og reynsla á þessu sviði hafi komið að góðum notum, er hann ásamt prófessor Ármanni Snævarr, síðar hæstaréttardómara, var kvaddur til þess af stjórn- völdum að endurskoða réttarreglur um þinglýsingar og semja nýtt lagafrum- varp um það efni á árunum 1956-1959. Kom það oft í Ijós, hversu mikils álits Ólafur naut meðal lærðra og leikra um fyrrgreint efni. Kynni okkar Ólafs hófust, er ég sem laganemi réðst til námsvistar hjá borg- arfógetaembættinu í Reykjavík á árinu 1957, að mig minnir. Naut ég leið- sagnar hjá því ágæta starfsliði, er vann þar undir góðri stjórn Kristjáns Kristj- ánssonar, borgarfógeta, sem þá var húsbóndi á þeim bæ. En einkum naut ég þó handleiðslu og tilsagnar Ólafs um þinglýsingarstörfin. Er ég hafði lokið 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.