Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 13
lagaprófi, réðst ég til starfa sem fulltrúi við embætti borgarfógeta og starfaði þar á árunum 1958-1961, lengst af við hlið Ólafs og á starfssviði hans. Kynni mín af Ólafi og leiðsögn hans í námi og starfi verða mér ávallt minnisstæð. Varð mér fljótlega Ijóst, að þekking, dugnaður og eljusemi Ólafs var með af- brigðum. Vinnudagurinn varð oft langur, og hræddur er ég um, að oft hafi verið langliðið nóttu, er starfstima Ólafs lauk, enda var þá almennt skemmri tími til stefnu en nú er. Löngu síðar lágu starfsleiðir okkar Ólafs saman að nýju og þá í ríkisskattanefnd, þar sem við störfuðum saman um nokkurt ára- bil. Nutu þar sin einnig vel hinir miklu og góðu hæfileikar hans og staðgóð þekking í skattarétti. Áhugamál Ólafs og þekking lágu og víðar, þ.á m. í sögu, ættfræði og bómenntum, og nokkurt hugboð hef ég um, að tónlistin hafi átt rík ítök í huga hans. Okkur Ólafi varð allvel til vina, og mun ég ávallt minnast hans með virðingu og þökk. Geymi ég margar góðar minningar um Ólaf. Ein af þeim siðustu er tengd góðri stund á nýársdag 1985, er Ólafur hafði verið sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar, en kærkomin kveðja frá honum um síðustu jól varð hans hinsta kveðja. Ólafur kvæntist Jóhönnu Maríu Jóhannesdóttur 1948, en þau slitu sam- vistum 1959. Ættingjum Ólafs og vandamönnum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Einkum leitar hugurinn til Guðmundar, bróður Ólafs, sem sannar- lega sér á bak góðum bróður. HallvarSur Einvarðsson 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.