Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Síða 17
með verslun, einkum utanríkisverslun, svo og vogaráhöldum og mæli- tækjum9) höfðu sýslumenn frá upphafi, þótt skyldur þessar breyttust eftir því sem leið á tímabilið, einkum þegar einokun komst á. Sýslu- menn settu kaupstefnur á kaupstöðum og lögðu lag á vörur til 1602. Verðlagningin mun hafa farið fram með þeim hætti að sýslumaður samdi um verðið við kaupmenn áður en kaupstefna hófst og tilkynnti síðan um samkomulagið. Sýslumenn lögðu einnig lag á varning í innan- landsviðskiptum. Talið var að konungur ætti forkaupsrétt að varningi sem umboðsmenn hans lögðu lag á. Sýslumönnum bar að gæta forkaups- réttar konungs og flutningshlunninda, en þeir töldu einnig til forkaups- réttar fyrir sjálfa sig10). Eftirlit með siglingum útlendinga fóru þeir með samkvæmt Löngu réttarbót. Þá skyldu sýslumenn, samkvæmt al- þingissamþykkt 1619 og lögmannsdómi 19. júlí 1619, hafa eftirlit með því að „ei lijðest letingiar. omennskudrengir og Lausamenn“* 11). Svo skyldu þeir og hafa eftirlit með að hjú væru sæmilega haldin12). Loks áttu þeir að hafa eftirlit með vogrekum13). Eftir að einveldi var komið á bar sýslumönnum að gera skil við land- fógeta einu sinni á ári á Alþingi og gefa amtmanni skýrslu um ástand sýslunnar (Gustafsson, s. 57 og 60). Um 1720 er farið að setja sýslumönnum instrúx eða erindisbréf þar sem m.a. eru taldar skyldur þeirra, og sú fyrst og fremst að gæta réttar konungs. Meðal nýmæla má nefna eftirlit með leigumálum, fyrirmæli um að efla fiskveiðar og stuðla að framförum í landbúnaði o.s.frv. Með nýbýlatilskipuninni 15. apríl 1776 var sýslumönnum falið að mæla út land handa þeim sem byggja vildu eyðijarðir eða nýbýli og að hafa eftirlit með uppbyggingu þeirra. (Gustafsson, s. 52-53). Dómsmálastjórn í konungstilskipun frá 1622 er gert ráð fyrir að sýslumenn eigi að „administrere og betjene Retten“. 1 þessum orðum virðist felast að sýslumenn eigi að hafa með höndum almenna dómsmálastjórn, sjá um að mál hljóti rétta meðferð og úrlausn, annast þjónustu við dómendur og sjá um að þeir geti rækt störf sín greiðlega. Virðist þetta fyrirmæli 9) JB 28 og réttarbót 1305. 10) Sbr. alþingissamþykkt um fjárlag manna á meðal að alþingis máli og skýringar Jóns Sigurðssonar við hana í D I I 162. 11) A í IV 514. 12) Alþingissamþykkt 1684, A í VIII, 10-11. 13) Konungsbréf 1595, A í 49-52. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.