Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 37
ur framkvæmdastjóri fylkisstjórnarinnar og hafði umsjón með allri stj órnsýslu fylkisstj órnarinnar. Um langt skeið hefur stjórnsýslan þróast á þann hátt að stór hluti hennar hefur byggst upp utan við fylkismannsembættin þannig að hinar einstöku umboðsstjórnir í fylkjunum hafa engan veginn allar staðið undir stjórn eða umsjón fylkismannsins. T.d. er lögreglustjórn óháð fylkismönnum. Landið skiptist í 53 lögreglustjórnarumdæmi (um það bil jafnmörg og sýslurnar á 14. öld), en undir lögreglustjóra heyra 388 lénsmenn. Skólamál, vegamál og búnaðarmál eru og undanþegin yfirstjórn fylkismanna. Verkefni fylkismanna Helstu verkefni fylkismanna eru þau sem hér greinir: Þeir hafa umsjón með sveitarstjórnum og barnaverndarnefndum, annast ráðgjöf við byggingarnefndir og hafa umsjón með framkvæmd lága og reglna um byggingarmál og skipulagsmál. Þeir eru formenn atvinnumála- nefnda fylkisins og ýmissa nefnda sem hafa með höndum skipun opin- berra starfsmanna og sýslunarmanna. Þeir fara með og leiða til lykta ýmis mál á sviði persónuréttar og sifjaréttar, veita skilnaðarleyfi, ætt- leiðirigarleyfi og leyfi til nafnbreytingar, fara með faðernismál og mál varðandi ríkisborgararétt, kveða upp meðlagsúrskurði, skipa setudóm- ara og umboðsdómara, taka við umsóknum um gjafsóknarleyfi og lög- gilda lögmenn til að fara með gjafsóknarmál. Þeir samhæfa almanna- varnir hver í sínu fylki, og þeir sem hafa aðsetur þar sem biskup situr eru ásamt honum stiftyfirvöld. í hverju fylki eru sérstakir skattstjórar og skattheimtumenn, en fylkismaðurinn er formaður yfirfasteignamatsnefndar fylkisins. Fylkismenn fara með yfirstjórn umhverfisverndarmála í fylkinu. Fylk- islæknir hefur umsjón með heilbrigðismálum undir stjórnsýslulégri yfirumsjón fylkismanns en faglegri yfirumsjón heilbrigðisráðuneytis- ins.56) Úrlausnum fylkismanna verður almennt skotið til ráðherra. Tillögur aðalnefndarinnar Varðandi umboðsstjórn í héraði lagði aðalnefndin áherslu á þrjú atriði í áliti sínu 1975: Aðskilnað héraðsstjórnar og umboðsstjórnar í fylkjunum, dreifingu verkefna og ákvörðunarvalds frá ráðuneytum og öðrum miðstjórnarstofnunum til umboðsmanna ríkisins í héraði og sam- 56) NOU 1974:53, s. 51-57. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.