Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Qupperneq 42
atbeina nefndarmanna. Á tímum Karls mikla voru greifarnir um 250 talsins, valdamiklir en háðir fyrirmælum konungs. Til þess að fylgjast með störfum þeirra hafði Karl sérstaka sýslumenn, missi dominici, sem fóru um tveir saman (greifi og biskup) og báru greifunum fyrirmæli konungs og gáfu honum skýrslur um framkvæmd þeirra. Greifarnir nefndu sjálfir dómsmenn (rachimburgii) og stýrðu dómum. Lögmenn urðu umboðsmenn greifanna. Greifarnir kusu hertoga (duc, dux) úr sínum hópi. 1 stjórnartíð Karlunga voru meiri háttar mál rekin fyrir dómstólum greifanna. Konungur stýrði eigin dómi eða fól hallargreifa sínum (comte du palais) dómstjórn. Missi dominici nefndu og dóma á ferðum sínum í umboði konungs. Greifarnir fóru með allar greinar ríkisvalds í umboði konungs og gátu m.a. gefið út tilskipanir. Þeir höfðu ekki lögsögu á landareignum konungs þar sem ármenn hans, domestici, fóru með stjórn, og á vissum svæðum héldust leifar rómverskrar stjórnsýslu óháð greifadæmunum (civitates, latifundiae). Umboðsmenn konungs voru í fyrstu skipaðir til ákveðins tíma. 1 stjórnartíð Karlunga var farið að skipa þá til lífs- tíðar og loks urðu umboðin arfgeng03). Hertogar, greifar og markgreifar hétu konungi hollustu og þáðu af honum lönd að léni og önnur fríðindi sem þeir seldu aftur eigin lénsmönnum að léni, en sá háttur komst á á síðari hluta 6. aldar að Frankakonungar lénuðu þjónustuaðli sínum jarðir64). Þegar konungsvaldi tók að hnigna eftir daga Karls mikla og upplausn keisaradæmisins, efldist veldi hertoga og greifa og léns- manna þeirra, og komst þá á lénsskipulag sem leiddi til þess að hinir helstu lénshöfðingjar urðu hinir raunverulegu valdamenn ríkisins. Vald konungs náði tæpast út fyrir þau lönd sem hann réð sjálfur sem léns- höfðingi og var hann þó jafnvel þar einnig mjög háður eigin léns- mönnum. Efling konungsvalds — Stjórnarbyltingin mikla Ekki hafði lénsskipulagið þó fyrr náð hámarki sínu, um miðja 12. öld, en sú þróun hófst sem að lokum leiddi til einveldis konungs og af- náms aðalsveldis á 17. öld. Sams konar þróun varð í þágu háaðalsins, furstanna, í Þýskalandi á kostnað lágaðals, og tafði hún fyrir ríkisein- ingu þar allt fram á síðari hluta 19. aldar. Meðal úrræða konungsvalds- ins til styrktar valdi sínu var efling eigin dómstóla og skipun sýslu- 63) Histoire du Droit Fran(;ais, s. 38-41 og 65-66, Miquel, s. 62, Boussard, s. 62, Maurois, s. 40. Um hliðstæðu sendimanna Karls mikla í ríki Noregskonungs sjá réttarbót 17. júní 1308, NgL III, s. 74 ff. og Lehmann, s. 212-213. 64) Sverrir Kristjánsson, s. 179. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.