Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 52
hefur verið að samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkefni sem sveitarfélögum hafa verið falin geti farið fram að mestu eða öllu leyti heima í héraði og að ákvarðanir verði í sem ríkustum mæli teknar þar fremur en á stjórnarskrifstofum höfuðborgarinnar. Þá hefur verið gert ráð fyrir að flutningur verkefna til umboðsmanna gæti orðið undan- fari þess að sveitarstjórnum væru falin ný verkefni. Nú nefnast sýslu- menn commissaires de la République, en heitið préfet er þó enn notað í vissum samböndum. 1 öðrum samböndum er talað um représentents de l’État eða délégués du gouvernement (umboðsmenn ríkisstjórnarinnar). Engar sérstakar kröfur um menntun eru gerðar til sýslumanna, en flestir munu hafa hlotið menntun sína í stjórnsýsluskóla ríkisins (École nationale d’administration — ENA). Ekki er lengur nauðsynlegt að skipun miðist við tiltekið embætti, heldur eru jafnan nokkrir sýslu- menn án sýslu við ýmis stjórnsýslustörf, t.d. í ráðuneytunum, eða þeim eru falin sérstök verkefni. Jafnvel kann að vera að maður sé skipaður yfir tiltekna stofnun eða sem stjórnandi ríkisfyrirtækis með starfs- kjörum sýslumanns (préfet). T.d. er járnbrautaþjónustan „sýsla“ í þessum skilningi. Nú á dögum er lögð áhersla á óhlutdrægni sýslumanna, og þeir mega því ekki vera félagar í neins konar stjórnmálasamtökumS4). Jafnframt hefur stjórn Pierre Mauroy mótað þá fordæmisreglu að þegar nýir valdhafar taki við séu sýslumenn fluttir milli embætta til að auðvelda þeim að vinna að framkvæmd nýrrar stjórnarstefnu85). Á ráðherra- fundi 9. apríl 1986, 24 dögum eftir sigur hægri flokkanna í þingkosning- unum 16. mars, staðfesti stjórn Jacques Chirac regluna á ráðherra- fundi með flutningi nokkurra sýslumanna milli embætta, en búist er við að fleiri fylgi á eftir. IV. FRAMTlÐIN Togstreita um verkefni sýslumanna Þrátt fyrir mjög róttækar breytingar á flestum sviðum, þar á meðal í stjórnmálum og stjórnsýslu, eru sýslumannsembættin enn í fullu gildi 700 árum eftir stofnun þeirra, og enn fara sýslumenn að verulegu leyti með sömu kjarnaverkefni og þeim voru falin í upphafi. Sýsluskip- 84) Bernard s. 66 85) Bernard s. 68. 46

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.