Tímarit lögfræðinga - 01.04.1986, Side 74
H 1985, 235
Tveir 10 ára gamlir drengir tóku naglabyssuskot á byggingar-
stað. Fengu þeir jafnaldra sínum G í hendur eitt skotanna. G sló
á skotið með steini og missti hann sjón á öðru auga, er skotið
sprakk. í lögregluskýrslu, sem rituð var sama dag og slysið varð,
er haft eftir drengjunum, að þeir hafi fundið naglabyssuskotið
ásamt fleiri skotum fyrir utan vinnuskúr við hús, sem var í
smíðum. 1 skýrslum sínum fyrir rannsóknarlögreglu tæpum mán-
uði eftir slysið hurfu þeir frá fyrri frásögn sinni og viðurkenndu
að hafa tekið tvær dósir með naglabyssuskotum við og úr ólæstri
verkfærakistu inni í sjálfri nýbyggingunni. Fyrir dómi héldu
drengirnir tveir við það, að þeir hefðu tekið skotin úr verkfæra-
kistunni. Byggingarmeistai'inn GD, sem upphaflega sá um verk-
framkvæmdir við húsið, kvaðst hafa notað naglabyssuskot af
annarri gerð en þeirri, sem slysinu olli. GD var ekki stefnt í mál-
inu. P, sem var byggingarmeistari hússins, þegar slysið varð,
viðurkenndi að hafa varðveitt naglabyssuskot í ólæstri verkfæra-
kistu inni í húsinu, þegar hann brá sér frá daginn, sem slysið
varð. Hins vegar hélt hann því fram, að hann hefði notað svört
og hvít skot á þessum tíma, en ekki rauð eins og þau, sem dreng-
irnir höfðu undir höndum eftir slysið. Þó viðurkenndi hann fyrir
rannsóknarlögreglu, að vera mætti, að í kistunni hefðu einnig
verið rauð skot. 1 dómi Hæstaréttar segir, að framburður drengj-
anna sé á reiki um það, hvaðan umrætt náglabyssuskot var kom-
ið. Þá er þess getið í dóminum, að P telji í aðilaskýrslu sinni ó-
hugsandi, að rauð skot hafi verið í verkfærakistunni. Ennfremur
segir, að við yfirheyrslu fyrir lögreglu hafi P raunar ekki for-
tekið það. Hæstiréttur taldi samkvæmt þessu óvíst, hvar dreng-
irnir tóku naglabyssukotið, þótt líklegast væri, að þeir hafi fund-
ið það annaðhvort í vinnuskúrnum eða í nýbyggingunni. Loks er
tekið fram í dóminum, að eigi verði séð, að vinnuskúrinn hafi ver-
ið að neinu leyti á vegum P né að hann hafi átt þar geymd nagla-
skot. Því var ekki talið í ljós leitt, að naglabyssuskotið væri frá
P komið. Sýkna. Einn dómari taldi rétt að dæma P skaðabóta-
skyldan. Hann áleit, að leggja yrði til grundvallar framburð P
fyrir rannsóknarlögreglu og taldi með vísun til þess og frásagnar
drengjanna um fundarstað skotanna, að G hefði hlotið meiðslin
af skoti, sem komið var úr verkfærakistunni. Minni hlutinn taldi
og, að P hefði gerst sekur um vangæslu og bæri hann því bóta-
ábyrgð vegna slyssins.