Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Blaðsíða 22
akademísku nafnbót. f því felst einnig að starfsmaðurinn birtir niðurstöður af
akademísku starfi sínu sameiginlega í nafni viðkomandi heilbrigðisstofnunar og
viðkomandi háskóladeitdar. Nafnbæturnar undirstrika enn fremur hlutverk há-
skólastarfsemi á þessum stofnunum og órofa tengsl menntunar heilbrigðis-
starfsfólks og þjónustu við sjúklinga.
Akademískar nafnbætur hlutu að þessu sinni:
• Aðalsteinn Guðmundsson, klínískur dósent, læknir. sérfræðingur í öldrunar-
lækningum.
• Arnar Hauksson, klínískur dósent. yfirlæknir, sérfræðingur í kvensjúkdóma-
og fæðingahjálp.
• Ástráður B. Hreiðarsson. klínískur prófessor. yfirlæknir. sérfræðingur í lyf-
lækningum.
• Eygló Ingadóttir. klínískur lektor, hjúkrunarfræðingur.
• Gylfi Óskarsson, klínískur dósent, læknir, sérfræðingur í barnalækningum.
• Hlíf Guðmundsdóttir. klínískur lektor. hjúkrunarfræðingur, sérsvið öldrunar-
hjúkrun.
• ína Þórunn Marteinsdóttir, klínískur dósent. læknir. sérfræðingur í geðlækningum.
• Kristján Sigurðsson, klínískur prófessor. læknir, kvensjúkdóma- og
fæðingahjálp.
• Leifur Franzson, klínískur dósent. lyfjafræðingur, sérfræðingur í klínískri líf-
efnafræði.
• Leifur Þorsteinsson. klínískur dósent, líffræðingur. sérfræðingur í ónæmis-
og frumulíffræði.
• Margrét Árnadóttir. klínískur prófessor. læknir. sérfræðingur í nýmalækningum.
• Ólafur Ó. Guðmundsson. klínískur lektor, læknir. sérfræðingur í geðlækningum.
• Ólöf Sigurðardóttir. klínískur lektor. læknir, sérfræðingur í meinefnafræði.
• Ragnheiður I. Bjarnadóttir, klínískur lektor. læknir. sérfræðingur í kvensjúk-
dóma- og fæðingahjálp.
• Sólveig Jónsdóttir, klínískur lektor. taugasálfræðingur, sérfræðingur í
klínískri barnasálfræði.
• Tómas Guðbjartsson. klínískur prófessor, læknir. sérfræðingur í brjósthols-
skurðlækningum.
• Þ. Herbert Eiríksson, klínískur lektor, læknir. sérfræðingur í
barnalækningum og hjartalækningum
Efling rannsókna og framhaldsnáms
Aukin rannsóknavirkni og fjölgun styrkja vegna doktorsnáms
Rannsóknavirkni kennara og sérfræðinga Háskólans hefur aukist töluvert á
undanförnum árum. eins og glöggt má sjá á því að birtingum í svonefndum ISI-
tímaritum fjölgaði um 17% á milli áranna 2005 og 2006. Styrkjum vegna
doktorsnáms hefur einnig fjölgað verulega. bæði með tilkomu Háskólasjóðs
Eimskipafélags (slands og með framlagi úr Rannsóknasjóði Háskólans. Á
vettvangi gæðanefndar hafa verið undirbúnar reglur um aðstoðarkennarastyrki
fyrir framhaldsnema og hefur háskólaráð samþykkt þær. Er þetta í samræmi við
það meginstef í stefnu Háskóla (slands 2006-2011 að efla framhaldsnám við
skólann. ( því samhengi gegnir fjárhagslegur stuðningur við framhaldsnema í
formi styrkja eða launaðra starfa lykilhlutverki.
75 milljónum úthlutað úr Háskólasjóði Eimskipafélags íslands
Árið 2007 var í annað sinn úthlutað styrkjum til doktorsnema úr Háskólasjóði Eim-
skipafélags íslands. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóta
íslands í byrjun mars. Að þessu sinni voru veittir 14 styrkir alls að fjárhæð 75 m.kr.
Þrjú verkefni eru styrkt tit þriggja ára. níu tit tveggja ára og tveir styrkir eru veittir tit
doktorsnema sem tjúka rannsóknum á næsta ári. Styrkjunum er ættað að standa
undir framfærslu svo að styrkþegarnir geti hetgað sig náminu að fultu.
Veiting styrkja úr Háskólasjóði Eimskipafélagsins til doktorsverkefna byggist á
sameiginlegri vitjayfirlýsingu sjóðsins og Háskóla (slands um að nýta sjóðinn til
að styðja stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóta ístands.
Úthlutað var úr sjóðnum í fyrsta skipti á síðasta ári. til 27 verkefna. og því tætur
nærri að nú stundi á fjórða tug doktorsnema rannsóknir við Háskóta ístands með
stuðningi Háskótasjóðs h/f Eimskipafélags íslands.
Þrjú verkefni á sviði félagsvísinda hlutu styrk að þessu sinni. fjögur verkefni í
heitbrigðisvísindum, fimm verkefni á sviði verkfræði og raunvísinda og tvær
doktorsrannsóknir í hugvísindum.
20