Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 53
49
leg þarf einnig að koma a fót verklegri umferðarfræðslu
fyrir bændur i líkingu við það, er tíðkast víða erlendis.
Á þessa fræðslu hef eg einu sinni áður minnst („ísafold"
1902 tölubl. 14.), og vil eigi vera að endurtaka það, sem þar
er sagt um þetta efni. Að eins vil eg geta þess, að eg ætl-
ast til, að þessi fræðsla fari fram, einkum að vetrinum,
og að í hverri sýslu séu 2—3 menn, er hafi hana á hendi.
Þessir menn þurfa að vera vel valdir ug hafa fengið sæmileg-
an undirbúning undir þetta starf. Þeir þurfa að hafa á-
huga á búnaði og góðan vilja til þess að rækja starf sitt
og ieysa það vel af hendi.
Það er ætiun mín, að umferðakennendurnir komi fyrst
og fremst til þeirra manna, er óska eftir þeim og leið-
beini í fénaðarhirðingu, meðferð áburðar, mjöltun á kúm
o. s. frv. Þeir þurfa að dveija 2—4 daga á hverju heim-
ili og talca sjálfir þátt í þeim störfum, er þeir leiöbeina í.
Það er yfir höfuð afarmargt smávegis í meðferð fénað-
arins og áburðai ins, sein hæfur maður, til þess starfa, gæti
geflð bendingar um. Mörgu sem má breyta og betur getur
farið, en sem heflr lítii fjárútlát í för með sér. Og þegar
mönnum er bent á þetta heima hjá þeim og sýnt verk-
lega hvernig það á að vera, þá skilja þeir það og færa sér
í nyt alt öðruvisi en þó að þeir lesi um það í bók eða blaði.
Skýrsla
til Bímaðarfélags íslands, um árið 1903.
Frá
Sisurfli SigurðgHyui.
Það er nauðsynlegt aðráðunautar félagsins geti á nokk-
urra ára fresti farið utan og aukið þekkingu sína á bún-
aðarmálum, enda tók stjórn félagsins vel þeirri ósk minni,
4