Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 79
Á þessum árum kyntist liann danskri stiílku, er hét
Laura Laurentius. Iíún var bláfátæk, en var gædd góð-
um hæflleikum og mannkostum. Hún hafði unnið a5
verzlun hjá bróður sínum og fengið talsverða þekking á
þeim efnum.
Sigurður fékk konu þessarar og settu þau verzlun á
löggvar í febr. 1873. Byrjuðu þau verzlun með 700 krón-
um, er hann hafði grætt með dugnaði og sparsemi, er
hann vann á smíðastofunni, er fyr er getið. Þau hjón
giftust 9. marz sama ár. Eiga þau tvo sonu. Ilinn eldri
heitir Jón og er nú 29 ára gamall. Ilann nam verzlun-
aili æði heima og hefir auk þess dvalið á Englandi og Þýzka-
landi við það nám. Síðan hann varð 22 ára gamall heflr
hann verið aðalstoð föður síns við verzlunina — og nú í ár
■sem leið gerðist hann sameigandi hennar. Yngri sonurinn,
Sigvaldi, nam polyteknisk vísindi og lauk prófi við poiytekn-
iska skólann, tvítugur að aldri. Hann fékk atvinnu í Lond-
on og síðar í Ameríku og heflr þar góða stöðu. Hann
er nú 2(3 ára.
Þau hjón hafa unnið samhuga með dugnaði að verzl-
un sinni þessi 30 ár, er hún hefir staðið, og sökum vin-
sælda þeirra, er þau hafa aflað sér með mannúð og lip-
urð, þá hefir verzlunin vaxið svo, að nú vinna um 70
menn við hana. Árlega eru t. d. keypt við verzlun hans
meir en 20,000 svín. Umsetningin var árið 1902 1,775,146
kr., en í ár sem leið er hún 1,864,376 kr. í fyrra galt hann
tekjuskatt af 72,000 króna tekjum.
Nú var kjötið tafarlaust flutt á vinnuhús Sigurðar Jó-
hannessonar og tuunurnar opnaðar. Yið sáum ekkert at-
liugavert við kjötið, eu þegar það var grannskoðað af sér-
fróðum manni í þeim efnum, þá var úrskurðurinn þessi:
Kj'ót frá BVónduösi:
1027 © nr. 1.
50 ® - 2.