Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 99
95
'væri að hafa einhvern erlendis, er vakir yfir hagsmun-
nm íslendinga. Að i'áðum þessara manna fór eg til stór-
kaupmannanna Nic. Toftdahl & Co. og Jóh Baumann &
Co. Báðir lofuðu að gera á næsta vetri víðtækar tilraun-
ir með sölu á litt söltu íslenzku kindakjöti, og enn frem-
ur með pylsugerð og reykingar. Við hvora þessa verzl-
un eru 7 agentar, er ferðast um þveran og endilangan
Noreg. Enn fremur lofuðu þeir að senda Búnaðarféiag-
inu á næsta vetri nákvæmar skýrslur og bendingar um
það, er þeir teldu nauðsynlegt í þessu efni. Einnig lof-
aði A. Jakobsen að skoða kjötið og senda leiðbeiningar,
•ef þörf gerðist.
Enn fremur lofaði Chr. Abrahamson, stórkaupmaður
í Kristjánssandi, að gera tilraunir með sölu á íslenzku
kindakjöti, iíit söltuðu, á næstkomandi vetri, og senda Bún-
aðarfélaginu nákvæmar skýrslur um það.
A næsta hausti verður því að tilhlutun Búnaðarfé-
lagsins að senda um 30 tunnur af tilraunakjöti til Noregs.
Lengra er eigi þörf á að fara að sinni, að því er eg hygg.
Nefndir kaupmenn töldu engan efa á því, að fult verð
mætti fá fyrir kjötið, ef það reyndist óskemt, þegar það
kæmi, því að það mætti salta það upp aftur, ef illa tæk-
ist með söluna á hinu linsaltaða kjöti.
Eftir það að eg kom frá Noregi, fór eg til Severin
Jörgensen í Kolding, sem er formaður allra kaupfélaga í
Danmörku. Hann hefir hinn mesta áhuga á íslandsmál-
um og lofaði að mæla sem bezt með því, að kaupfélög-
in sneru sér fyrst til Sigurðar stórkaupmanns Jóhannes-
sonar & Son um kaup á söltuðu kjöti á næsta hausti og
senda Búnaðarfélaginu nákvæma skýrslu um árangurinn.
Tel eg þetta mjög mikilsvert atriði, því að Severin Jöi-
gensen er viðurkendur ágætismaður og stendur mætavel
-að vígi til að verða oss að liði.