Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 101
menn, sem vinna að slátrun og meðferð kjötsins; enn
íremur, að valinn verði eftiriitsrnaður, sem má treysta
að drengskap og framkvæmdum. Þessum eftirlitsmönn-
urn gefur Búnaðarfélagið þær bendingar, sem hægt er og
eg treysti, að eg geti gefið í tæka tið. Einnig verður
Búnaðarfélagið að ákveða, hvort kostnaður sá, er af þessu
leiðir, og eigi ætti að verða mikill, leggist- á kjótið eða
sjóð fólagsins. Eg leyfi mér enn fremur að benda á, að'
hagkvæmara væri að þurfa eigi að taka kjötið á fleiri
en 8—12 stöðum. Einnig væri heppilegt, að mikiil hluti
kjötsins væri frá Yopnafirði, Þórshöfn, Húsavik, Blöndu-
ósi og Borðeyri, því að talið er, að til þeirra staða komi
jafnbezt fé, að því er gæði kjötsins snertir.
Af því sem hér að framan er skráð, má sjá, að aðalá-
herzluna verður að leggja á,
að meðferð kjötsins sé nægilega hreinleg,
að flokkun þess sé hagkvæm og áreiðanleg,
að sem styztur timi líði frá því, að fénu er slátrað til
þess, að kjötsins er neytt,
að söltun sé bundin við, til hvers kjötið er notað og hve-
nær það er selt.