Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 156
152
•eitt hið heiTÍsamasta éem menn muna, en ekki var það
hlýtt. Grasspretta i meðallagi, nýting ágæt Heyskapur
í meðallagi að vöxtunum en ágætur livað gæðin snerti.
í Reykjavík og grend ein væt.uvika 11. —19. sept-
ember.
Á ofanverðum Mýrum og Borgarfjarðarsýslu rigndi
lítið eitt. í september. 4 frostnætur komu í ágúst og eins
í september. Vegna kulda í ágúst þornaði hey ekki fljótt.
í Döluin gat ekki heitið að hlýr dagur kæmi í ágúst;
vanalega ekki nema 3—5 stiga hiti um hádag, þó glatt
«ólskin væri.
í vestanverðri Barðastrandarsýslu var sumarið frem-
ur kalt, en framúrskarandi þurviðrasamt fram í miðjan
■september, hvesti þá af norðri með illviðri og upp frá því
var „hagstæð óþurkatíð" mánuðinn út.
í ísafjarðarsýslu og öllum norðursýslum landsins,
var sumarið mjög illviðrasamt, kalt með sífeldum rign-
ingum og snjókomu; grasspretta varð þó á endanum hátt
upp í það í meðallagi og heyskapur sumstaðar iíka, en
.nýting mjög slæm. Betra inn til dala en á útsveitum.
Við ísafjörð voru sífeldir norðanstormar allan ágúst
•og meiri hluta september; snjóaði næstum daglega í fjöll
og oft í bygð, og í byrjun september gerði slíkt stórhret,
að kýr voru teknar á gjöf og stóðu sumstaðar inni alt
að viku. Fó fenti á fjöllum og fórst í ár og læki.
í Strandasýslu byrjaði sláttur um miðjanjúlí. Þur-
viðrasamt út þann mánuð, en mjög kalt. Náðu þeir þá
töðu inn, sem fyrst byrjuðu að slá. í Víkursveit náðist
taða ekki inn fyr en um leitir og þá stórskemd og ná-
lega ónýt.
í Húnavatnssýslu varð alsnjóa í ágúst, víða ekki
hægt að sinna heyverkum fleiri daga.
í Skagafjarðarsýslu góður júh. Tún spruttu alt að
því í meðallagi, mýrar í lakara lagi, flæðiengi vel. Ágúst
ákaflega kaldur, oft ekki meir en 4—5° hiti um hádag
•og frost á nóttu. Menn muna ekki annan eins kulda síð-