Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 166
162
Um búnaðarskólamálið.
Umræður á aukafundi í Búnaðarfélagi íslands, er
"haldinn var 12. marz 1904. Fundinn sóttu um 50 manns.
Forseti setti fundinn og mintist látins fólagsmanns,
Björns Jenssonar skólakennara, hins mikla áhuga hans á
landbúnaðiuum og hinnar ágætu sérþekkingar hans í mörg-
um greinuin, og tóku félagsmenn undir það með því að
standa upp. Síðan skýrði forseti frá tilefni fundarins, og
að stjórn félagsins hefði beðið Björn búfræðing Bjarnar-
son að hefja umræðurnar.
Björn Bjarnanon fór fyrst, nokkrum orðum
um gang búnaðarskólamálsins síðastliðin 10 —12 ár.
Hefði það á þeiin tima talsvert verið rætt á alþingi, á
fundum (búfræðinga o. íl.) í tímariturn og blöðum. Færu
þær raddir næstum einróma í þá átt, að kenslan á bún-
aðarskólunum væri mjög svo ófuilkomin og hana þyrfti
;að auka og bæta bæði verklega og bóklega, og álitu marg-
ir, að kensluna í þessu tvennu bæri að aðskilja, kenna
sitt í hvoru lagi. Á þessa leið hefðu í umræðunum tekið
þátt allmargir alþingismenu og fyrv. alþm. úr öllum fjórð-
unguiji landsins og fjöldi búfræðinga víðsvegar að af land-
inu ; enn fremur útgefendur búnaðarblaðanna „Freys“ og
„Plógs“, og stjórn og aðstandendur Hólaskóla, er þegar hefði
framkvæmt hugmyndina að nokkru. Aðhyllingin mættí
því þegar teljast útbreidd og almenn, og málið að því
leyti nægilega undirbúið. Flestir þeirra, er vildu aðgreina
verklega og bóklega kenslu, álitu nægja eina bóklega
kenslustöð fyrir landið, og margir álitu hana bezt setta
í eða við Reykjavik, með tilliri til kostnaðar og kenslu-
krafta. Að þvi er hugmyndir frummælanda sjálfs um
þetta snertir, visaði hann til Búnaðarritsins, 16. ár, 2.
hefti (1902), og vildi hann sem minst endurtaka það, er