Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 181
177
laus. Uppörvunarlán til atvinnuvega geta eftir eðli sínu'
aldrei verið það til fuils. Ekki um það að sýta, og ekki
að lá mönnurn í samkepninni, þó að hvor oti sínum tota,
Einmitt í gaddavírslögunum kom fram á þinginu seinast
ákveðnust greining sjávar-manna og sveitar. Lesi menn
þingmannanöfnin með og móti frumvarpinu, og dæmí
sjálfir hvort eigi er rétt hermt. — Þó var þetta vitan-
lega ekki alveg undantekningarlaust. — Þeir sem nú æp-
ast á gegn lögunum eru svo sem ekki heldur að bera
landbúnaðinn fyrir brjóstinu. Eða korna þeir með óskir
og ráð til þess að iáta landbúnaðinn í einhverri annari
mynd njóta góðs af þessu mikla og höfðinglega boðna
lánstramlagi frá þinginu? Og hafa sveitabændur athug-
að, hvað þeir gera, þegar þeir eru að bergmála óhljóðin
gegn hinu stærsta velvildar lagaboði í þeirra garð, sem
nokkru sinni hefir komið frá þinginu?
Gaddavírslögin stóðu mjög tæpt á þinginu, oghefði
núáhailinn orðið á hina hliðina, er eg viss um að mjög;
svo alrnenn og sár óánægja hefði risið upp 1 landinu
yfir niðurlögum frumvarpsins. Rétt upp úr þinginu heim-
sótti eg .reyndan og greindan bónda í Borgarfirði, sem
kvaðst „einskis vilja spyrja af þinginu, úr því þeir hefðu
felt túngirðingamálið". Hann hafði eigi sannári sögu af
úrslitunum og taldi það málið bezt og þarfast. Sama
skoðun var og ráðandi í haust sem leið í landbúnaðar-
sýslunum tveimur hér austanfjalis, áður-en þetta sótt-
næma faraldur var gosið upp, og kom það fram á hin-
urn einkar vel sótta búnaðarmáiafundi við Þjórsárbrú.
Nú er það fyrirsjáanlegt að þingsins góða boð vej-ð-
ur sáralítið notað, alténd næsta ár. Hitt er víst að þessi
blástur gegn túngirðingalögunum tekur alls eigi fyrir
notkun gaddavírs til girðinga, notkun hans fer vaxandi,..
og mætti til dæmis minna á, að allir þeir sem sóttu unx
ltæktunarsjóðslán til girðinga nú síðast, ráðgerðu að nota.
gaddavír að meira eða minna leyti. Andmælendur lag-
anna hafa og gert sitt til að brýna fyrir mönnum nauð-