Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 189
Pappaþök og pappatorfþök.
eftir
cand. polyt. Jón l>«rláksson.
Pappaþök hafa ekki tíðkast að ráði, hvorki hér á
landi né erlendis, nema í rúmlega hálfa öld, og geta þau
því ekki gömul talizt; þau eru að ryðja sér til rúms er-
lendis í ýmsum myndum á síðari árurn, en menn hafa
ekki komizt verulega upp á lag með að nota þau hér á
landi, sjálfsagt mest sökum þess, að kunnáttu heflr skort
tii þess að leggja þau rétt og lralda þeim við svo í lagi
væri; þetta er illa farið, því að pappaþök hafa marga
ágæta kosti, séu þau vel gerð, og eiga að mörgu leyti
sérstaklega vel við hér, einkum pappatorfþökin; vil ég
þess vegna gera stuttlega grein fyrir hvernig þök þessi
eru gerð í útlöndum nú, og hvers gæta þarf til þess að
þau komi að réttum notum og endist vel. En áður en
lýst er þökunum sjálfum og gerð þeirra, verður að fara
nokkrum orðum um þakefnin, því að í raun réttri er alt
undir því komið, að menn þekki eiginleika þeirra, svo
að hægt sé að brúka þau á réttan hátt.
Þakpaxqn sá, sem fæst keyptur í verzlunum, er bú-
inn til úr pappír og tjöruefnum. Pappírinn í honum er
búinn til í sérstökum verksmiðjum, úr tuskuin og ýmsum
jurtaefnum; hann er því betri, sem meira er í honum af
ullartægjum, því að þær endast miklu betur en jurta-
tægjurnar, en að jafnaði er ullin eða tuskurnar dýrari
13