Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 204
200
tíl pess að skemma hann með tímanum; sérstaklega er
liætt við þessu á þeim hluta þekjunnar, sem stendur út
fyrir vegginn, og er því sjálfsagt að plægja súðina á
þeim parti, þó að hún sé annars ekki plægð.
Menn hafa á seinni árum reynt með ýmsu móti að
umbæta pappaþökin, svo að þau yrðu endingarbetri og
þyrftu minna viðhald; þetta hefir hepnast, og er þar
fyrst að telja:
3. Tvöfalt pappaþak.
Þetta þak er þannig gert, að fyrst er á súðinni
pappaþak án lista, eins og lýst er hjer að framan; þar
á er borið þykt lag af sérstöku biki, og yzt er annað
þakpappalag, sem er bikað og haldið við á venjulegan
hátt. Ytra pappalagið á einkum að hindra uppgufun
tjöruefnanna úr biklaginu undir því, og það getur það
gert enda þótt það skemmist með tímanum. Hið eigin-
lega vatnshelda lag er hér biklagið á milli pappalaganna;
það heldur sér af því að ljós og loft kemst ekki að því,
og innra pappalagið helzt mjúkt. og óskemt.
Innra pappalagið á helzt að vera úr svo nefndum
„leðurpappa", þ. e. þakpappa, sem er ekki sandborinn
nema öðrumegin, og er sú hliðm lögð að súðinni, sem
sandurinn er á. Það er byrjað niðri við þakskörina,
og þar lögð fyrst lengja með hálfri breidd (það má saga
ströngulinn sundur í miðju); rönd lengjunnar er látin
ganga út fyrir súðina sem svarar borðþyktinni. Efri
rönd lengjunnar er negld á súðina með pappasaum
með 3—4” millibilum; síðan er um 3” breið ræma af
þessari rönd strokin með límbiki og næsta lengja lögð
gafla milli og látin skara 3” niður yfir fyrstu (hálfu)
lengjuna, og skörunum þrýst vel saman svo að límbikið
lími þær hvora við aðra, en þar er ekki neglt meira en
þegar er búið; efri röndin á annari lengjunni er negld
á súðina eins og efri röndin á þeirri fyrstu, og þannig