Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 243
239
Margir munu ef til vill segja nð gallar 'þecsir stafi
af því. hve illa sé frá smíðinu gengið. Er uð sjálfsögðu
mikið hæft í því. Það mætti án efa að miklu ieyti
girða fyrir þessa ókosti, ef húsin væru betur vönduð
að efni, smíði og öllum frágangi. Þannig mætti afr
líkindum að mestu útiloka kuldann og rakann úr hús-
unum, með þvf að hnfa veggi og þök nógu þylck og
margföld, myndi það og auka endingu þeirra.
Það getur vel verið að mönnum takist á þennan
hátt með miklum kostnaði að gera hús þessi hiý, raka-
laus og endingargóð. En þrátt fyrir það er onn mikill
ókostur \ið hús þessi, sem litlar iíkur eru til að hægt
verði að losa þau við. Þau eru afardýr og milium
'órðugleikum bundið að koma þeim upp hér á landi.
Fyrst er það að efnið sjáift er mjög dýrt. Auk þess
verður að kaupa það mestalt frá útlöndum og fleygir
flutningur allur mjög fram verðinu. Alt smiði er vanda-
samt og dýrt og almenningur verður jafnan að leggia
fram íyrir það peninga, en kemur ekki sinni vinnu að
sem skyldi. Þetta verður einkum tilfinnanlegt fyrir sveita-
bændur, sem allajafna eiga örðugt með að koma vinnu
sinni og búsafurðum í peninga, eða gott verð yfirleitt.
Það er þegar farið að sjást í sveitunum, hve húsa-
gerðin — einkum timburhúsagerðin — er þung á metunum
í útgjöldum bænda. Yart munu nokkur útgjöld livila
þyngra á bændastóttinni yfirleitt en þau, er leiða af húsa-
gerðinni. Það mun naumast nokkur munaðarlöngun
ríkari meðal bænda, en sú að eignast vönduð og góð
hibýli; enda er slíkt ekki láandi, því að heilsa manna, þrok
og þróttur er mjög við híbýiin bundin; nytsemi og arður
búpenings er og húsum háður; í stuttu máli sagt, and-
leg og líkamleg vellíðan manna er að ýmsu leyti við
húsakynnin bundin.
Það er því full von þó almenningur leggi mikið
kapp á að eignast góð hús, en meinið er hve örðugt
mönnum hefir verið að fullnægja þessum óskum sinum.