Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 258
254
tima. Önnur kindin var með mjög litlum kláða þegar-
hún var látin í fjósið, en eftir þennan tima var hún öll
íítsteypt og svo máttfarin að hún var farin að reika..
Kmdurnar voru baðaðar einusinni úr sterkú tóbaksbaði
U pd. af amerikönsku tóbaki í 10 potta af vatni), og
látnar vera 10 mínútur niðri í baðinu.
Eftir baðið urðu þær alheilbrigðar, og í þá 10 mán-
uði, er þær voru undir umsjón og eftirliti, bar aidrei á
neinum kláðavotti í þeim.
Stían eða básinn, sein þær voru í, var hreinsaður þann-
ig, að efsta lagið af gólfskáninni var tekið, og öllu lausu>
moðrusli sópað burtu. Að öðru leyii var stian ekká
sótthreinsuð.
Um sama leyti og þetta var gjört, fór fram böðun*
í Eyjafirðinum; var baðað þar um 3000 fjár sem var
meira eða minna smitt.að af kláða og sumt, kláðasjúkt.
Þeim kindum, sem ekki höfðu sýnilegan kláða, var haldið
niðri i baðinu í 7 mín. og baðaðar aðeins einusinní. En.
hinum, sem kláði fanst í, var haldið niðri í 10 mín. og
baðað svo aftur eftir 3—7 daga. Þetta fé var einnig.
undir umsjón og eftirliti i 10 mánuðí. Um haustið þeg-
ar hin almenna böðun fór fram í nóvember, fanst ekki
kláðavottur i einni einustu kind í öllum þessum hóp og.
auðvitað hafði eigi orðið vart við kláða á þessu fe um
vorið, en á öilurn nágrannabæjum varð vart við kláðanm
um vorið.
Þá um veturinn og vorið eftir ferðaðist eg um Eyja-
fjarðar, Skagafjarðar, Húnavatns og Þingeyjarsýslur til
þess að rannsaka kláðann og hvað hann væri útbroiddur.
Á þessu ferðalagi kendi eg möunum einnig að þekkja
kláðann og hvernig ætti að lækna hann. Kensiustaðirnir
voru 30 í Eyjafirði og Skagafirði, og 2 í Húnavatnssýslu.
Á þessum kenslustöðum voru mættir, auk þeirra er
lærðu, margir bændur og embættismenn.
Sem dæmi þess, hvað kláðinn er og getur verið"