Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 263
259
Sauðfjárbúið á Hodne.
í Noregi eru 3% ræktað land, 21°/0 skógur og 76%
beitilönd, vötn, ár, jöklar, öræfi og óbygðir. Þótt mikið
sé af beitilöndum, sem að vísu eru misjafnlega góð, er
þó ekki að tiltölu við íbúatal jafn-mikil sauðfjáreign í
Noregi sem á íslandi. Árið 1900 voru i Noregi 998,819
sauðkindur, eða með öðrum orðum 445,9 sauðkindur á
hverja þúsund íbúa, en á íslandi komu árið 1896 1128
■sauðkindur á hverja þús. manns. Ef miðað er við sveita-
fólk í Noregi koma 618,6 sauðkindur á hverja þús. sveit-
arbúa. í Stafanguramti er sauðfjáreign mest, enda koma
2044,3 sauðk. á hverja þús. sveitarbúa.
Langt er siðan bændur í Noregi byrjuðu á að flytja
sauðfé inn í landið til blöndunar og kynbóta; einstakir
menn hafa stundum keypt heilar hjarðir frá öðrum lönd-
um, einkum Skotlandi og Englandi. Allmiklir misbrestir
Þóttu á þessu, en þó hefir lánast að finna sauðfjárkyn,
sem á sérlega vel við norskt haglendi og veðurlag. Þetta
fjárkyn tekur mjög fram hinu gamla norska fjárkyni að
afurðamagni o. fl., enda er gamia kynið smávaxið og
seinþroska og naumast nú til óblandað, nema lítið eitt í af-
skektum fjallbygðum. Það hefir lík kynseinkenni og
sauðféð á íslandi, og óhætt mun að fullyrða að fjárkynið
á íslandi sé af því komið.
Það sauðfjárkyn, sem mestri útbreiðslu hefir náð í
Noregi nefnist cheviotkyn — upphaflega fundið vilt i Chevi-
otfiöllunum millum Skotlands og Englands. Það kyn er
á fjárbúum ríkisins. Þá eru og fleiri sauðfjárkyn nokk-
uð útbreidd og má til þess nefna svartsnoppukynið, kynið
sem kent er við eyna Tautru á Þrándheimsfirði og ann-
að kent við Oxforðskiri á Englandi, og hið gamla norska
kyn.