Búnaðarrit - 01.01.1904, Page 267
263
að fám árum liðnum hlífa fyrir hinni köldustu veðuráttu,
norðanstormum, er nú standa jurtagróðri fyrir eðiilegum
þrifum. Auk þess hefir verið gróðursettur skógur af
ýmsum tegundum umhverfis hús og til hliíðar ávaxta-
trjám og matjurtagarði. Þá er og gamall laufskógur
í landareigninni, sem árlega er höggvinn til eldsneytis.
Öll vinna gengur greiðlega á líodne, þar er regla
og þrifnaður, þar eru öll jarðyrkjuverkfæri og vólar, sem
spara tíma og efni og hægt er að nota, þar er þó naumast
láróttur blettur í landareigninni heldur er landið bratt,
hólótt og lautótt. Þar eru stórir og sterkir hestar; þar
er hlaða, er ekki lekur einum dropa af vatni
Fjárræktin á Uodne.
Fjárhús, hlaða, hesthús og fjós brunnu árið 1899,
st.afaði það af lofteldi. Þá voru þessi hús byggð að
nýju, og eldingaleiðaðar settir á þau. Húsin standa í
þyrpingu. Þau kostuðu 15 þús. kr.
Fjárhúsið er 48x14 metrar (metrinn = 38 þuml.
rúml.), á stærð, vegghæð 2.20 m. og þakhæð 3 m.
Það er bygt úr timbri með tigulsteins þaki. Gluggar
eru á veggjum, stöfum og þaki. Það rúmar um 250
fjár. Annar endi þess gengur í gegnum hlöðuna og er
inngangur. í hana úr því á fjórum stöðum. Fóðurgang-
ur er eftir endilöngu húsinu 2 m. breiður og annar
þverlægur 3 m. breiður. Auðvelt er að aka kerrum
með hesti fyrir eftir göngum þessum og snúa þeim við
á samkomustað þeirra. Þá eru og fleiri smá fóðurgang-
ar til þess að fá rúm fyrir jötur, sem hafðar eru i fóð-
urgöngunum. Báðumegin við aðal-fóðurganginn eru
stærri og minni rúm, er taka frá 5 til 25 kindur.
Gólfið er moldargólf. Vatnsleiðsla er um húsið.
Ekki all-Iangt frá aðalfjárhúsinu stendur sjúkrahús
sauðfjár. Það rúmar 40 fjár og er bygt á likan hátt,
með einum fóðurgangi, sementeruðu góifi og sementeruðum